Tveir létust í Comrades maraþoninu og 74 fluttir á sjúkrahús, einn í öndunarvél

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Tveir hlauparar í Comrades maraþonhlaupinu í Suður-Afríku á sunnudag létust og 74 voru fluttir á sjúkrahús, einn er enn í öndunarvél.

Hin 47 ára Phakamile Ntshiza, sem hljóp fyrir aðventistaíþróttafélagið í Pretoríu, lést á leiðinni til Durban. Hann hneig niður skömmu áður en hann var hálfnaður og var úrskurðaður látinn þegar læknateymi kom á vettvang.

Mzamo Mthembu, 31 árs, frá félaginu Hollywoodbets Athletics Club lést á sjúkrahúsi í Westville á sunnudag eftir að hafa hnigið niður rétt við bæinn Pinetown.

Rowyn James, keppnisstjóri Comrades, staðfesti bæði dauðsföllin við Sport24 á mánudag.

„Þegar Netcare teymið okkar var komið á staðinn var hlauparinn úrskurðaður látinn,“ sagði James um andlát Ntshiza.

James bætti við að alls hefður 74 hlauparar verið fluttir á sjúkrahús - 41 til St Augustine's og 33 til Netcare Umhlanga, þar af eru tveir á gjörgæslu eins og er. Einn er enn í öndunarvél.

„Við óskum þeim báðum skjóts bata,“ bætti James við.

Comrades maraþonið er 89 km. ofurmaraþon og er hlaupið árlega í KwaZulu-Natal héraði Suður-Afríku á milli borganna Durban og Pietermaritzburg. Það er fjölmennasta ofurmaraþon í heimi og var fyrst hlaupið árið 1921. Þar til sl. sunnudag höfðu átta manns látist í hlaupinu frá upphafi.

Skildu eftir skilaboð