Þórður Snær og Arnar Þór stefna Páli Vilhjálmssyni fyrir meint meiðyrði

frettinInnlendar1 Comment

Páll Vilhjálmsson segir frá því á bloggi sínu að honum hafi borist stefna frá blaðamamönnunum Þórði Snæ Júlíussyni og Arnari Þór Ingólfsssyni.

Þórður Snær og Arnar Þór stefna Páli fyrir héraðsdóm vegna meintra ærumeiðandi ummæla. Lögmaður þeirra Vilhjálmur H. Vilhjálmsson krefst ómerkingar tvennra ummæla:

1. Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

og

2. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september.

Þeir Þórður Snær og Arnar Þór vilja hvor um sig 1,5 milljónir kr. í miskabætur og að málkostaður sé greiddur af Páli.

Stefnan kemur í framhaldi af hótun um stefnu sem fjallað var um 9. maí.

Páll segir þetta um málið á bloggi sínu:

Hvað er hægt að segja?

Páli skipstjóra var byrlað 3. maí 2021 og síma hans stolið á meðan hann var meðvitundarlaus. Gögn úr símanum urðu frétt Þórðar Snæs og Arnars Þórs í Kjarnanum 21. maí í fyrra.

Lögreglurannsókn leiddi til þess að Þórður Snær og Arnar Þór fengu stöðu sakborninga, segja það sjálfir í frétt Kjarnans 14. febrúar.

Sama hvernig á það er litið eiga Þórður Snær og Arnar Þór aðild að RSK-sakamálinu. Annars væru þeir ekki sakborningar.

Í síðustu viku fengu Þórður Snær og Arnar Þór um 400 blaðsíðna skýrslu frá lögreglu. Hvers vegna skyldi lögreglan senda félögunum skýrslu um RSK-sakamálið ef þeir eiga enga aðild? Varla þarf að útskýra aðildarleysi á 400 blaðsíðum.

Engin umfjöllun er í Kjarnanum, ekkert um að blaðamenn þar á bæ séu fullkomlega saklausir, eigi enga aðild.

Í stað þess að gera grein fyrir stöðu sinni í RSK-sakamálinu stefna blaðamennirnir bloggara fyrir að segja að þeir eigi beina eða óbeina aðild að sakamáli þar sem þeir eru sakborningar.

Yfir vötnum stefnunnar svífur sá andi að blaðamenn séu æðstuprestar opinberrar umræðu. Aðrir skulu þegja, nema ef tekið er undir málflutning blaðamanna. Þá má tala. Textinn er með höfundareinkennum ritstjóra Kjarnans. Með tilgerðalegu yfirlæti segir að bloggari sé ekki í blaðamannafélagi og því óverðugur. Það er þá munur að vera í Blaðamannafélagi Ísland sem verðlaunar sakamenn.

Messíasarkomplex Þórðar Snæs er alkunnur. Í lögregluyfirheyrslu var viðkvæðið; en ég er verðlaunablaðamaður. Über-Doddi staðhæfir að það sé ærumeiðing að hann sé sakborningur og eigi yfir höfði sér ákæru. Maður sér fyrir málsvörnina í dómssal: ég er hafinn yfir lög og rétt, orð mín eru vegurinn, sannleikurinn og lífið. Kjarninn er heilög ritning.

Lög voru brotin á Páli skipstjóra þegar honum var byrlað, síma hans stolið, einkagögn gerð opinber og send í umferð til óviðkomandi. Þórður Snær ann skipstjóranum ekki verndar laganna. En Þórður Snær heimtar að lögin verndi sína æru. Hræsni í hæstu hæðum.

Málatilbúnaður Þórðar Snæs og Arnars Þórs er einn stór brandari. Ef það má ekki segja opinberlega almælt tíðindi, þótt þau komi við kaun blaðamanna, má pakka tjáningarfrelsinu saman og senda það í Gúlagið.

One Comment on “Þórður Snær og Arnar Þór stefna Páli Vilhjálmssyni fyrir meint meiðyrði”

  1. Þetta er áhugavert því nákvæmlega svona er Þórður farinn að haga sér.

    ,,Yfir vötnum stefnunnar svífur sá andi að blaðamenn séu æðstuprestar opinberrar umræðu. Aðrir skulu þegja, nema ef tekið er undir málflutning blaðamanna. Þá má tala. Textinn er með höfundareinkennum ritstjóra Kjarnans. Með tilgerðalegu yfirlæti segir að bloggari sé ekki í blaðamannafélagi og því óverðugur. Það er þá munur að vera í Blaðamannafélagi Ísland sem verðlaunar sakamenn“.

Skildu eftir skilaboð