22 tilkynningar um gollurshúss-eða hjartavöðvabólgu þar af fjórar hjá börnum

frettinInnlendarLeave a Comment

Lyfjastofnun hafa borist 6,184 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Þar af eru 303 flokkaðar sem alvarlegar.

22 tilkynningar hafa borist um hjartavöðva-og gollurshússbólgu, þar af fjórar í aldurshópnum 5-17 ára og 18 í hópnum 18 ára og eldri.

Talið er að um 1 - 10% aukaverkana séu tilkynntar lyfjastofnunum eða yfirvöldum. Í þessari umfangsmiklu Harvard rannsókn má til dæmis sjá að hlutfall tilkynntra aukaverkana til Lyfja-og matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) er innan við 1% og samkvæmt þessari grein í Læknablaðinu frá árinu 2017 segir að rannsóknir sýni að almennt séu innan við 10% aukaverkana tilkynntar.

Í júlí 2021 segir á vef landlæknsiembættisins „að hjartabólgur í kjölfar sprautanna virðist fátíðar skv. greinargerð EMA (u.þ.b. 1 tilvik/100.000 skammta), þá hafa fáein tilvik komið upp hér á landi skv. samskiptum lækna Landspítala við embætti landlæknis. Slík atvik virðast algengust hjá ungum karlmönnum og eftir seinni skammt en til hjá öllum kynjum, á öllum aldri og hafa komið upp eftir fyrri skammt.“

Innan við 50.000 börn, 5-18 ára, hafa fengið Covid sprautur. Miðað við tilynnt atvik til Lyfjastofnunar og að tekið sé mið að því að um 1-10% tilvika séu tilkynnt, má í fljótu bragði sjá að hjartabólgur í kjölfar Covid bólusetninga eru mun algengari en þessar upplýsingar á síðu landlæknisembættisins segja til um. (Ath. að landlæknir talar þó um skammta en ekki einstaklinga sem flestir hafa fengið tvo og einhverjir þrjá í þessum aldurshópi).

En gollurshúss-og hjartavöðvabólgur eru ekki einu tilkynntu aukaverkanirnar sem tengjast hjartanu. Í töflu á þessari síðu Lyfjastofnunar má sjá að 161 tilkynning varðar hjartað (cardiac disorders) og 190 æðakerfið (vascular disorders).

Hér má sjá dæmi um hvað tilkynntar tölur þýða í raun.

Skildu eftir skilaboð