Björgvin Páll spyr hvort verið sé að reyna eyðileggja handboltann

frettinÍþróttir3 Comments

Björg­vin Páll Gústavs­son, lands­liðs­mark­vörður Ís­lands í hand­bolta er verulega ósáttur með stefnu Al­þjóða hand­knatt­leiks­sam­bandsins (IHF) varðandi Co­vid-19 reglur á HM í hand­bolta sem hefst í mánuðinum.

Greint var frá því í gær leik­menn á HM verði skimaðir reglu­lega fyrir veirunni á mótinu auk þess sem þeir munu þurfa að sæta fimm daga sóttkví greinist þeir já­kvæðir fyrir Covid-19.

Björg­vin skrifar og merkir IHF í færslu sem hann birtir á Twitter og spyr sam­bandið hvort sambandið sé að grínast með þessar reglur sínar á HM og hvort verið sé að reyna að eyðileggja íþróttina.

Hann spyr vini sína hvað taka skuli til ráða og segir að þetta þurfi að stöðva.

Reglurnar eiga ekki við áhorfendur

Samkvæmt upplýsingum sem Fréttin fékk frá IHF eiga þessar reglur; hvorki sprautuskylda, skimanir né grímur, við áhorfendur á svæðinu heldur aðeins leikmenn, þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk IHF.

IHF sem sagðist fyrir um það bil mánuði síðan ætla að svara Fréttinni um lögmæti þess að þvinga handboltamenn o.fl. í „bólusetningar,“ hefur enn ekki svarað, enda eru þvinganir sambandsins ólöglegar með öllu.

3 Comments on “Björgvin Páll spyr hvort verið sé að reyna eyðileggja handboltann”

  1. Ėg segi bara, Guð hjálpi þeim ef við, sem vissum nokkurn vegin, hvað þetta kjaftæði snerist um, hegðuðum okkur eins og þeir, gagnvart okkur. En þeir munu nú sennilega ekki biðla til okkar. Þeir sem koma ekki auga á siðleysi, eru alltaf í hættu, að verða þess bráð.
    En, hví ekki að fara að gera eitthvað annað? Búið til ykkar eigin deild. Og hættið að beygja ykkur fyrir einhverjum frímúrurum!

  2. Þátttakendur eiga að gera uppreisn og neita að taka þátt í þessu covið bulli. Annað hvort gefur IHF eftir og fellur frá þessum kröfum, eða það verður hreinlega ekkert mót. Standið nú öll saman og neitið. Einfalt mál.

Skildu eftir skilaboð