„Fljúgandi diskur“ sást á lofti í Tyrklandi

frettinErlent, Náttúrufyrirbæri, Veður2 Comments

Óvenju falleg vindskafið ský sást á lofti yfir Tyrklandi fyrir skömmu. Ský af þessu tagi verða til í strekkingsvindi sem blæs yfir fjöll og bylgjast á leiðinni yfir fjöllin. Þau minna á fljúgandi diska og sjást oft á Íslandi, t.d. í norðan- eða austanátt í Reykjavík, en sunnanátt fyrir norðan.

Skýið sem sást í Tyrklandi er óvenju formfagurt, enda aðstæður ákjósanlegar fyrir bylgjumyndun, nefnilega hlýtt loft í 3 km hæð, ofan við kalt og rakt loft sem var þar fyrir neðan. Þegar svo háttar sveiflast loftið upp og niður og í toppi sérhverrar bylgju myndast ský. Bylgjuský af því tagi hreyfast lítið sem ekkert, ólíkt öðrum skýjum sem fylgja vindinum.

Vindskafin ský eru oft vísbending um hvassan vind sem blæs ofan af fjöllum, svipaðan því sem er stundum á Kjalarnesi í norðaustanátt og á Snæfellsnesi norðanverðu í sunnanátt. Þessi hvassi vindur nær þó ekki alltaf niður til jarðar. Skýin myndast ekki nema vindur sé yfir 10 m/s eða þar um bil og sagt er að sjómenn á smábátum á Faxaflóa hafi komið sér í land ef bylgjuský fóru að myndast í grennd við Esjuna.

BBC og fleiri miðlar fjölluðu um skýið fagra sem sjá má hér á myndbandi:

2 Comments on “„Fljúgandi diskur“ sást á lofti í Tyrklandi”

  1. Chemtrails og ekkert annað.. fjölmiðlar vestanhafs eru farnir að tala um það

  2. Elvar. Ég hef verið að benda fólki á þessi “chemtrails” í mörg ár, og fengið allskonar skrítnar augngotur og athugasemdir. Ég man meira að segja eftir einum sem neitaði meira að segja að líta upp. Þjóðfélagið er uppfullt af gungum sem hræðast ekkert meira en að vera kallaðir samsæriskenningamenn, rasistar eða karlrembur.

Skildu eftir skilaboð