Andóf og andköf í Úkraínu – Volodomyr og Gonzalo Lira

frettinArnar Sverrisson, Erlent3 Comments

Eftir Arnar Sverrisson:

Eins og flestum mun kunnugt hefur úkraínska stjórnin bannað hitt og þetta, sem henni geðjast illa að. Þar á meðal er fólk, sem henni þykir hallt undir Rússa – og Rússar sjálfir auðvitað.

Það er yfirlýst markmið leyniþjónustu þeirra – í nánu samstarfi við Nató – að granda þessu fólki innan lands sem utan. Jafnvel innan landamæra Rússlands sjálfs.

Fjölmiðlar, m.a. BBC og Spiegel, velta sér nú upp úr því, hvern eigi að drepa næst. Líklega nær síðasta fórnarlambið, Zakhar Prilepin, ekki að kemba hærurnar, þó hann hafi sloppið nú. Vladimir Putin slapp líka.

En nú er Gonzalo Lira enn og aftur kominn bak við lás og slá. Hann er kunnugur þeim, sem reynt hafa að gera sér grein fyrir raunverulegu ástandi í Úkraínu. Í því efni er Gonzalo, sílensk-bandarískur rithöfundur og fréttamaður, haukur í horni.

Það virðast vera blikur á lofti fyrir Volodomyr, sem fer um veröldina eins og ofvaxið barn, betlandi, beiðandi og skammandi. Nú tekur hann andköf og skammar bændur í nágrannaríkjunum fyrir andóf gegn ódýra korninu frá Úkraínu, sem er að setja þá á hausinn, og átti reyndar, samkvæmt hástemmdum yfirlýsingum hans og Sameinuðu þjóðanna, að fæða fátæklinga.

Það virðist líka hlaupin snuðra á stríðsrekstrarþráðinn, þrátt fyrir tilflutning hergagna frá Ísrael til Úkraínu. Það rennur sem óðast víman af bandarískum herforingjum, þó að Jósef berji sér á brjóst.

Myndir af handtöku Gonzalo Lira

Karlanginn gerist nú einnig torskiljanlegur eigin leyniþjónustu og hermönnunum sínum í Úkraínu. Þeir eru í biðstöðu við landamæri fyrirheitna landsins og vita ekki sitt rjúkandi ráð. (Hluti þeirra var sprengdur í tætlur fyrir nokkrum mánuðum síðan í neðanjarðarherstjórnarbyrgi.)

Vesturveldin pissa stöðugt í skóinn sinn. Það á ekki bara við um efnahagsárásirnar á Rússa heldur einnig vopnasendingarnar og stuðninginn við ofbeldishugmyndafræðina. Þungvopnaðir stríðsmenn þeirra snúa heim á leið og gera sig líklega til stórræða í anda úkraínskra nasista. Europol tekur andköf.

Áróðurs- og efnahagsstríðið gengur á afturfótunum. Það er einungis brot jarðarbúa – eða ríkisstjórna þeirra – sem styðja við Volodomyr og skútuhjúin í hásæti Bandaríkjanna. Og bráðum veltir Kamilla öldungnum úr sessi.

Ég held, svei mér þá, að Volodomyr veitti ekki af faðmlagi. Katrín og Þórdís Kolbrún ættu að skjótast til Úkraínu og faðma karl, enda þótt styttist í, að hann heiðri íslenska þjóð með raunverulegri nánd.

Veröldin er að ganga af göflunum og flestir vel bólusettir, sérstaklega fyrir covid-19. Einn flokkur aukaverkana er manngerðartruflun. Ætli það skipti máli?

Hvernig sem allt veltist og hrærist, láta evrópskir menningarstríðsmenn þó ekki deigan síga. Það er fyrir margt löngu orðið menningarklám og kórvilla – jafnvel drottinsvik - að lesa Dostoveski, hlýða á tónlist Tjækovski, virða fyrir sér listfengan, rússneskan dans, og njóta saunglistar Kósakkana og afreka rússneskra íþróttamanna. Rússneski sendiherrann er borðflenna í boðum Alþingis. Það hefði ömmu minni þótt skortur á háttprýði og gestrisni.

Nú er það forljótur fáni Rússa (sem er jafn ljótur og Pútín sjálfur), sem ekki má draga að húni. Hann er bannfærður í Þýskalandi eins og snotra rússneska tréð í Hollandi, sem ekki fékk að taka þátt í evrópsku trjáfegurðarsamkeppninni.

Ætli bræður okkar og systur í sjimpansafjölskyldunni hafi, þrátt fyrir allt, meira vit til að bera en mannkyn?

3 Comments on “Andóf og andköf í Úkraínu – Volodomyr og Gonzalo Lira”

  1. Það bendir nú ýmislegt til þess raunar og líklega á það nú við fleiri en simpansa.

  2. Ég held að þessi handtaka sé bara leikrit. Gonzalo Lira er bara leikari,að ég held. Hann var aðal MGTOW talsmaðurinn á YouTube á sínum tíma. Nú finn ég ekki nein myndbönd með honum þar. Þessi handtaka er mjög óraunveruleg.
    Ég tel að Gonzalos hlutverk sé að blekkja fólk til að halda að Putin og Zelensky séu einhverjir óvinir. Ég tel að þeir séu að hreynsa til í Úkraínu fyrir litlu hatta karlana, Kasar mafíuna, sem þeir eru báðir hallir undir.

Skildu eftir skilaboð