Dánartíðni enn há og fæðingum milli ára ekki fækkað jafn mikið frá árinu 1838

frettinInnlentLeave a Comment

Fyrstu 14 vikur ársins 2023 dóu að meðaltali 51,0 í hverri viku eða fleiri en fyrstu 14 vikur áranna 2017-2022 þegar 48,2 dóu að meðaltali. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Að meðaltali létust því um 3 fleiri einstaklingar (2,8) á fyrstu 14 vikum þessa árs en að meðaltali á árunum 2017-2022.

Til samanburðar dóu 44,3 að meðaltali á hverri viku á fyrstu fimmtán vikur ársins 2020 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það eru því u.þ.b. 6,7 fleiri einstaklingar sem hafa látist á viku á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 en til dæmis ársins 2020, eða um 93.8 fleiri. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikum 2020 var 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017-2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu 14 vikur 2023 var 88 ára en 87 ár fyrir sömu vikur áranna 2017-2022.

Dánartíðni á fyrstu 13 vikum ársins 2022 voru í hámarki en þá dóu að meðaltali 58,2 í hverri viku eða fleiri en fyrstu 13 vikur áranna 2017-2021 þegar 46,1 dóu að meðaltali. Í níundu viku ársins (dagana 28. febrúar til 6. mars 2022) dóu 78 einstaklingar en það er hæsta gildi einnar viku fyrir tímabilið 2017-2022. Á þessu tímabili dóu því 13.9 fleiri en á sama tímabili 2020.

Fæðingum milli ára ekki fækkað jafn mikið frá árinu 1838

Á mánudag kom fram í fréttum Hagstofunnar að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2022 var 4.391 sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn fæddust. Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Alls fæddust 2.301 drengur og 2.090 stúlkur en það jafngildir 1.101 dreng á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Skildu eftir skilaboð