Boris Johnson dottandi og grímulaus á loftslagsráðstefnunni

[email protected]Erlent

Myndir náðust af Boris Johnson við opnun loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow, þar sem hann sat grímulaus á milli hins 95 ára gamla útvarpsmanns Sir David Attenborough og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterras sem er 72 ára. 

Þingmaðurinn Bill Esterson tísti: „Boris Johnson ákvað að vera ekki með grímu, sitjandi við hlið David Attenborough á #COP26. Attenborough er 95 ára og er í mjög mikilli áhættu vegna COVID."

Spurður um málið af sjónvarpsstöðinni CNN, svaraði forsætisráðherrann, sem virtist brugðið, ekki spurningunni beint en sagði i nokkuð löngu máli. „Ég hef verið með grímur í lokuðu rými með fólki sem ég tala venjulega ekki við... það er undir hverjum og einum komið að dæma hvort það sé í hæfilegri fjarlægð frá einhverjum...það er sú nálgun sem við tökum."

Talsmaður Downing Street sagði við Daily Mirror: „Forsætisráðherrann hefur fylgt COVID reglum hjá COP allan tímannEins og þú veist þurfa fundarmenn og fulltrúar ekki að vera með andlitsgrímur þegar þeir sitja samkvæmt reglum og forsætisráðherrann mun halda áfram að fylgja öllum reglum sem eru í gildi á meðan hann er uppi í Glasgow.

Ljóst er að  valdhafar taka margir hverjir ekki þær ströngu reglur sem þeir hafa lagt á almenna borgara, alvarlega. Eins virðist áhugi þeirra Boris og Biden á loftslagsmálum vera takmarkaður en báðir hafa náðst á mynd, dottandi í salnum. Fyrir stuttu náðist líka mynd af forsetahjónum Bandaríkjanna grímulausum á veitingastað í trássi við sóttvarnarrelgur.

Sky News.