Mannréttindalögfræðingur og uppljóstrari rekinn frá Sameinuðu þjóðunum

frettinErlent

Bresk-írskur mannréttindalögfræðingur og uppljóstrari hefur verið rekinn frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) eftir að saka stofnunina um að hafa afhent kínverskum stjórnvöldum nafnalista yfir úígúrskra stjórnarandstæðinga í Kína.

Emma Reilly, 42 ára, sem starfaði hjá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, hafði í mörg ár kvartað yfir því að vinnuveitandi hennar væri að stofna fjölskyldumeðlimum stjórnarandstæðinga í heimalandi þeirra í alvarlega hættu með því að senda Kínverjum nöfn andstæðinganna.

Reilly sagði að afhending nafnalista hafi leitt til þrýstings frá stjórnvöldum í Peking á stjórnarandstæðinga um að fara ekki til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna (UNHRC) í Sviss, og hafi einnig í sumum tilfellum leitt til handtöku, pyntinga og dauða.

Kínverjar hafa verið sakaðir um að fremja glæpi gegn mannkyni og hugsanlegt þjóðarmorð á múslímskum Úyghur íbúum í norðvesturhluta Xinjiang.

„Þegar fólk ætlar sér að fara til mannréttindaráðsins til að gagnrýna meint þjóðarmorð Kínverja, þá senda Sameinu þjóðirnar Kínverjum nafnalista (yfir baráttumenn og stjórnarandstæðinga) í stað þess að hjálpa þeim" sagði Reilly við LBC á síðasta ári.

,,Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að reka mannréttindalögfræðing og uppljóstrara sem starfaði hjá Manréttindaskrifstofu SÞ er átakanleg þróun sem vekur sífellt alvarlegri spurningar fyrir Bandaríkjaforseta og aðra leiðtoga hins frjálsa heims. Hefur kommúnistaríkið Kína tekið yfir heimsstofnunina, sem að því er virðist, hafa verið stofnuð í kringum frelsishugsjónir Bandaríkjanna?"

Að sögn Reilly sem var rekin frá stofnunni í gær, á Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ meira að segja að hafa viðurkennt óbeint fyrir henni að stjórnvöld í Peking væru hinir raunverulegu yfirmenn Sameinuðu þjóðanna, en ekki hann sjálfur. 

Hér má hlusta á viðtal við Emmu Reilly.

Heimildir: The New York Sun og The Telegraph.