Undanþáguávísunum fyrir ivermectin fjölgaði í faraldrinum – tveir læknar ávísuðu lyfinu á sjálfa sig

thordis@frettin.isInnlentLeave a Comment

22. janúar á síðasta ári greindi mbl.is frá því að und­anþágu­ávís­un­um lyfja sem inni­halda iver­mect­in hafði fjölgað tölu­vert í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Sjö und­anþágu­ávís­an­ir höfðu borist í janúar 2021 vegna Covid þegar fréttin var skrifuð þó aðeins tæpur mánuðir væri liðinn af árinu.

Í þrem­ur til­fellum höfðu und­anþágu­ávís­an­ir með Covid-19 sem ábend­ingu verið samþykkt­ar en í tveim­ur til­vik­um var um að ræða lækna sem ávísuðu lyf­inu á sjálfa sig.

Frétt mbl.is segir að þetta hafi komið fram í svari Lyfja­stofn­un­ar við skrif­legri fyr­ir­spurn fjölmiðilsins um ivermectin, en þar seg­ir einnig að stofn­un­inni hafi borist tvö­falt fleiri und­anþágu­ávís­an­ir vegna iver­mect­in árið 2020 en árið þar á und­an.

Í frétt mbl.is segir einnig að fram hafi komið í svari Jóns Magnús Jó­hann­es­son­ar deild­ar­lækn­is á Land­spít­ala við spurn­ingu á Vís­inda­vefn­um ,,hafi notk­un sníkju­dýra­lyfs­ins iver­mect­in gegn Covid-19 auk­ist veru­lega á síðustu mánuðum, gjarn­an án þess að lyfið hafi verið samþykkt til slíkr­ar notk­un­ar. Lyfið hef­ur fengið aukna at­hygli ný­lega sem mögu­leg meðferð gegn Covid-19. Ekki er hægt að staðfesta gagn­semi lyfs­ins með vissu fyrr en stærri og ít­ar­legri rann­sókn­ir á því hafa farið fram.“

Fréttin hefur sent fyrirspurn til Lyfjastofnunar um uppfærðar tölur á undanáguávisunum fyrir lyfið.

Ný og víðamikil rannsókn frá Brasilíu

Út er komin ný og viðamikil rannsókn sem gerð var á öllum íbúum í borginni Itaijí í Brasilíu og sýnir með ótvíræðum hætti að ivermectin dragi verulega úr veikindum og andlátum af völdum Covid sjúkdómsins og gæti þar með dregið mikið úr álagi á heilbrigðiskerfið vegna sjúkdómsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *