Fréttamaður fær hjartastopp í miðri útsendingu – fékk örvunarskammt stuttu áður

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Fréttamaðurinn Rafael Silva, 36 ára, og kynnir á Jornal das 7 stöðinni í Brasilíu, stóð og var að segja fréttir í beinni útsendingu þegar hann skyndilega líður útaf og dettur aftur fyrir sig á gólfið. Atvikið átti sér stað 3. janúar sl.

Samkvæmt Twitter síðu hans sem hann hefur síðan takmarkað aðgang að, hafði hann farið í örvunarskammt þann 28. desember sl. og skrifaði þá:

"Lengi lifi þriðji skammturinn.

Mér er miður fyrir hönd fólksins sem hafði ekki tækifæri til þess.

Bóluefni bjarga mannslífum."

Færslan sem Rafael setti inn "lengi lifi örvunarskammturinn"

Hafa fjölmargir skrifað athugasemdir við Twitter færsluna eftir hjartáfall Silva og bent á örvunarskammtinn sem orsök.

Nokkrar heimildir greina frá því að á leiðinni á Huminitas sjúkrahúsið í Varginha hafi Silva fengið allt að fimm hjartaáföll til viðbótar. Var hann lagður inn á gjörgæsludeild sjúkrahússins.

Silva var útskrifaður tveimur dögum síðar og snéri þá til vinnu á ný. Hann sagði að hann væri enn á lífi og heilsan væri smám saman að batna.

Ekki kom fram hvort Silva mæli enn með því að fólk fengi sér örvunarskammtinn.

Twitter færsluna má sjá hér neðar:

Heimild


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *