Ísraelskur prófessor: ,,bólusetning hefur ekkert að segja varðandi alvarleg veikindi“

frettinErlentLeave a Comment

Þegar spurt er hvort ísraelsk sjúkrahús séu virkilega yfirfull af óbólusettum COVID sjúklingum, segir prófessor Yaakov Jerris að staðan sé algjörlega öfug við það.

Jeeris er forstöðumaður kórónaveirudeildar Ichilov sjúkrahússins í Tel-Aviv, sem er þriðja stærsta sjúkrahúsið í Ísrael. Hann segir einnig að bólusetning hafi enga þýðingu varðandi alvarleg veikindi því 80% alvarlegra COVID tilfella á sjúkrahúsinu séu fullbólusettir einstaklingar.

„Núna eru flest alvarleg tilvik hjá okkur vegna bólusettra“ sagði Jerris við Channel 13 News. „Þeir hafa fengið að minnsta kosti þrjár sprautur. Milli sjötíu og áttatíu prósent alvarlegra tilfella varða bólusetta. Þannig að bóluefnið hefur enga þýðingu varðandi alvarleg veikindi, þess vegna eru aðeins tuttugu til tuttugu og fimm prósent sjúklinga okkar óbólusettir.“

Jerris upplýsti einnig um ruglinginn við flokkun mála. Þegar hann talaði á fundi ríkisstjórnar Ísrael á sunnudag sagði hann ráðherrunum: „Að skilgreina alvarlega veikan sjúkling er vandamál. Til dæmis sjúklingur sem hefur verið með langvinnan lungnasjúkdóm og alltaf verið með lágt súrefnismagn, en núna hefur hann fengið jákvæða niðurstöðu úr COVID-19 prófi sem tæknilega gerir hann að „alvarlegum COVID-19 sjúklingi,“ en þetta er ekki alls kostar rétt. Sjúklingurinn er aðeins slæmu ástandi vegna þess að hann er með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm.“

Israel National News

Skildu eftir skilaboð