Fréttatilkynning vegna stjórnarkjörs í Frjálsa lífeyrissjóðnum

frettinInnlentLeave a Comment

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögmaður og framkvæmdarstjóri býður sig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins en kosningar til stjórnar fara nú fram rafrænt í fyrsta skipti á vef sjóðsins.  Kosningin er opin frá kl. 12:00 15. maí til 12:00 22.maí.  Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og aðgerðin tekur innan við 30 sekúndur. 

Sveinbjörg fagnar því að rafrænar kosningar fari fram og segir það mikilvægan þátt í framboð sínu, enda gefst nú 60.000 sjóðfélögum nú loks tækifæri til að kjósa sinn fulltrúa í stjórn með einföldum hætti.  Um er að ræða mikilvægt og stórt skref í átt að sjóðfélagalýðræði.  Almenni lífeyrissjóðurinn bauð upp á rafrænar stjórnarkosningar á síðasta aðalfundi sem leiddi til mestu kosningaþátttöku í í sjóðnum frá upphafi.  Allt bendir til þess að sama niðurstaða verði í stjórnarkjöri Frjálsa lífeyrissjóðsins. 

Sveinbjörg er önnur tveggja nýrra aðila sem bjóða fram krafta sína, en kjós skal um þrjú stjórnarsæti og eru þrír núverandi stjórnamanna allir að óska eftir endurkjöri en að meðaltali hafa þeir setið í stjórn sjóðsins í 12 ár.  Til samanburðar má geta að meðalstjórnartími í Almenna lífeyrissjóðnum fyrir síðasta aðalfund var 6,5.  Það má öllum vera ljóst að hætta er á því að kraftur og árverkefni eftirlits þeirrar stjórnar sem setið hefur svo lengi  dvínar. Sveinbjörg segist taka alvarlega það eftirlitshlutverk sem stjórn sjóðsins er skv. samþykktum hans ætlað að hafa með t.d. rekstrarsamningi.

„Ég tel mig eiga fullt erindi í stjórn lífeyrissjóðsins, ég hef þekkingu á starfsháttum og rekstrarumhverfi lífeyrissjóða í tengslum við lífeyrisskuldbindingar, fjárfestingarheimildir, fjárfestingarstefnur, laga- og reglugerðarumhverfi og áhættum því tengdum.  Ýmis teikn eru á lofti í íslensku efnahagslífi, hækkandi vextir og verðbólga og það er mikil áskorun að gæta réttinda sjóðsfélaga i slíku árferði.  Það er áskorun sem ég vil taka og fá umboð sjóðfélaga næstu þrjú árin til að vera rödd þeirra í stjórn sjóðsins. 

Frekari upplýsingar um stjórnarkjör í Frjálsa lífeyrissjóðnum fer fram hér; Ársfundur 2022 - Frjálsi (frjalsi.is)

Leave a Reply