Rauðljósameðferð hefur undraverð áhrif á heilsuna samkvæmt fjölda rannsókna

frettinErlent2 Comments

Áður en rafmagn kom til sögunnar hafði manneskjan aðeins það ljós sem náttúran býður upp á og takmarkaðist  því við sólarljós, eld eða kertaljós; sem öll gefa frá sér rautt og nærinnrautt ljós.
Slíkt ljós virkar sem næring fyrir mannshugann og líkamann. Því miður hefur nútíma lífsstíll leitt til þess að fólk verður fyrir langvarandi skorti af náttúrulegu ljósi og heilsubætandi áhrifum þess.

Skortur á sólarljósi getur leitt til langvarandi skorts á D3 vítamíni

Með tímanum getur þessi skortur sett fólk í aukna hættu á mörgum langvinnum sjúkdómum, þar á meðal sjálfsofnæmissjúkdómum, sumu krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, smitsjúkdómum, geðklofa og sykursýki 2. Það sem verra er, er að fólki hefur verið kennt að óttast útfjólubláa (UV) geislun sólarinnar. Margir hylja húð sína óhóflega með fatnaði og sólarvörn, en margar tegundir sólarvarna hafa nýlega reynst innihalda skaðleg krabbameinsvaldandi efni. Þó að betri kostir fyrir sólarvörn séu til, þá er mikilvægt að muna að UVB geislun frá sólinni gefur líkama okkar það sem hann þarf til að framleiða D3 vítamín.

Ekki er allt ljós skapað eins

Sólin kastar frá sér rauðum og nærinnrauðum bylgjulengdum. Manngerð flúrljós sem finnast á mörgum skrifstofum og fyrirtækjum eru ekki með þessar bylgjulengdir, auk þess sem þessi tilbúnu ljós geta líka verið skaðleg.  flökthraði og ljósgæði samsettra flúrpera geta framkallað streituviðbrögð.

Dr. Victoria Dunkley skrifar grein í Psychology Today og varar við því að „hár litahiti (kaldur/blár) flúrljóss örvar ósjónrænar leiðir frá augum til ýmissa hluta heilans sem fela í sér lífssveiflur (biorythm), streituhormóna, tilfinningar, örvunarstig og vöðvaspennu. Tíminn sem varið er innandyra undir gervilýsingu getur haft skaðleg áhrif á líkama okkar með tímanum. Mismunandi eiginleikar og bylgjulengdir ljóss örva mismunandi líffræðileg viðbrögð. Að viðhalda heilbrigðum sólarhringssveiflum felur í sér að nota blátt ljós snemma dags en forðast það, eða minnka það (á tækjaskjám til dæmis), eftir að dimmt er orðið.

Góðu fréttirnar eru þær að fólk getur aukið ljósneyslu með því að fjárfesta í tæki eða fara á ljósastofur

Við höfum vitað í áratugi að fólk sem býr norðarlega á hnettinum getur glímt við þunglyndi sem tengist árstíðabundinni tilfinningaröskun (SAD) hefur hag af því að fara í UVB ljósameðferðartæki. Í rannsókn sem birt var í The Journal of Nervous and Mental Disease árið 2017 tóku vísindamenn fram að „verulegur en hóflegur bati greindist eftir eina ljósameðferð“ sem var aðeins ein klukkustund. LED ljósatæki eru aðgengilegri og hagkvæmari en nokkru sinni fyrr. Best er að ganga úr skugga um að til séu rannsóknir um viðkomandi tæki áður en það er keypt.

Hvernig hjálpar rautt og innrautt ljós okkur

Þúsundir rannsókna í meira en 70 löndum hafa verið gerðar á undanförnum tveimur áratugum sem sýna fram á góðan árangur á meðferðum sem tengjast rauðu og nærinnrauðu ljósi. Þessi fjöldi rannsókna bendir til þess að næstum allir geti  á einn eða annan hátt haft gott af þannig meðferðunum.

Íþróttamenn geta öðlast skjótari bata og betri frammistöðu og fræga fólkið getur meðhöndlað húðina til að draga úr áhrifum öldrunar eins og „fínum hrukkum, grófri húð og til að auka þéttleika kollagens,“ samkvæmt rannsókn sem birt var í Journal of Clinical árið 2014.
Til er langur listi yfir meðferðir með rauðu ljósi. Algeng heiti eru „ljósameðferð“ og „lágmarks leysigeislameðferð.“ Eitt af mest áberandi heitunum í læknabókmenntum er "photobiomodulation" eða PBM. Þetta fræðasvið hefur fengið mikla athygli frá vísinda- og læknasamfélaginu undanfarin ár.

Rauðljósameðferð virkar eins og lyf

Fyrir mörgum gæti hugmyndin um að hægt sé að nota ljós sem meðferð virst of undarleg eða of góð til að vera sönn, en að nota ljós sem lyf er ekkert nýtt.

Árið 1903 hlaut Niels Ryberg Finsen Nóbelsverðlaun í Lífeðlis- eða læknisfræði og hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til meðferðar á sjúkdómum, einkum lupus vulgarism, með einbeittri ljósameðferð, þar sem hann opnaði nýjar leiðir fyrir læknavísindin. Árið 1910 gaf John Harvey Kellogg út bók sem heitir "Light Therapeutics" sem einbeitti sér að notkun glópera í lækningaskyni.

Um 100 árum síðar hafa ljósameðferðir loks náð miklum vinsældum. FDA hefur þegar samþykkt ákveðin rauð ljósmeðferðartæki til að meðhöndla unglingabólur, vöðva- og liðverki, liðagigt, skerta blóðrás, hárlos og jafnvel alls konar verki í líkamanum.

Rannsóknir og meta-greiningar benda til þess að rauð og nærinnrauð ljósameðferð geti verið árangursrík til að meðhöndla fjöldann allan af öðrum kvillum sem ekki hafa enn verið samþykktir af FDA. Íþróttamenn geta jafnvel notað rautt ljós til að auka árangur og lækna og endurnýja vöðvavefi. Meðferðin er svo áhrifarík að hún gæti valdið siðferðislegum spurningum. „Við veltum upp þeirri spurningu hvort PBM ætti að vera leyft í íþróttakeppni af alþjóðlegum eftirlitsyfirvöldum,“ segja vísindamenn í grein sem birtist í Journal of Biophotonics.

Heimild

2 Comments on “Rauðljósameðferð hefur undraverð áhrif á heilsuna samkvæmt fjölda rannsókna”

Skildu eftir skilaboð