Erkibiskup um Elísabetu Englandsdrottningu: Hún geymdi trúna í hjarta sínu en bar hana ekki utan á sér

frettinErlent1 Comment

Eftir Stephen Cottrell erkibiskup af York

Fréttin um andlát drottningar hefur endurómað um allan heim. Allur heimurinn deilir djúpri sorg Bretlands, ekki síst í samveldinu sem var henni svo mikils virði.

Þokki hennar og áreiðanleiki, var eins og klettur, varanlegur, hún heillaði alla.

Við biðjum í mikilli þakkargjörð fyrir lífi hennar og þjónustu, fyrir líf þjóðar, fyrir öllu sem syrgja og sérstaklega fjölskyldu hennar og fyrir nýja Karli okkar konungi. Á tímum hættu, óvissu og persónulegrar sorgar sýndi drottningin stöðugt hugrekki og sjálfstraust sem spratt af trú hennar á Jesú Krist. Við þurfum öll á því að halda núna.

Mér er minnisstætt orð Krists til lærisveina sinna á páskadag: „Óttist ekki ... friður sé með yður ... ég er með yður alla tíð, allt til enda veraldar.

Elísabet drottning fór ekki dult með þá staðreynd að kristin trú og agaðir lifnaðarhættir, tileinkaðir í skyldurækni og trúmennsku var uppspretta leiðsagnar hennar og stöðugrar huggunar. „Fyrir mig,“ sagði hún, „er líf Jesú Krists, friðarhöfðingjans, innblástur og akkeri í lífi mínu. Hann var fyrirmynd sátta og fyrirgefningar, hann rétti fram hendur sínar í kærleika, viðurkenningu og til lækninga.“ Það var þjónandi forysta Krists sem mótaði drottinvald hennar. Jesús breytti viðhorfum hennar um hvernig skuli fara með valdið.

Til dæmis, við síðustu kvöldmáltíðina, benti hann á að enginn af lærisveinum hans væri tilbúinn að sinna venjulegu starfi þjóns með því að þvo óhreinindi af fótum hinna. Svo hann gerði það. Hann gaf þeim nýtt boðorð, að þeir skyldu elska hver annan og að af þessum kærleika myndu menn vita að þeir væru lærisveinar hans. Hann gaf þeim líka þessa undraverðu skilgreiningu á forystu: „Konungar heiðingjanna drottna yfir þeim, og þeir sem ráða yfir þeim eru kallaðir velgjörðarmenn. En ekki svo með þig; heldur verður sá mesti meðal yðar að verða eins og hinn yngsti og leiðtoginn eins og sá sem þjónar.

Því hver er meiri, sá sem er til borðs eða sá sem þjónar? Er það ekki sá sem er við borðið? En ég er meðal yðar eins og þjónnn."

Á 21 árs afmæli sínu árið 1947 var Elísabet prinsessa á ferð um Suður-Afríku með foreldrum sínum. Hún tók á sig þessa persónulegu, kristnu skuldbindingu og hún lifði við hana alla valdatíð sína: „Ég lýsi því yfir fyrir yður öllum að allt mitt líf, hvort sem það er langt eða stutt, mun helga þjónustu yðar.

Reyndar, alveg þar til yfir lauk, þegar hún bauð nýjum forsætisráðherra að mynda ríkisstjórn, var hún að sinna skyldu sinni. Hún fór í sumarfríið sitt á Balmoral til að veita áheyrn, fyrst með Boris Johnson sem fráfarandi forsætisráðherra og síðan með Liz Truss, 15. forsætisráðherra á valdatíma Elísabetar. Við munum geyma ljósmyndina sem var tekin þá, sem sýndi hana, 96 ára að aldri, veikburða en geislandi af hlýju og góðvild. Hennar hátign drottningin bar trú sína í hjartanu, ekki utan á sér. Það er besti staðurinn fyrir trú. Þaðan getur þú mótað allt.

Heimild: Telegraph

One Comment on “Erkibiskup um Elísabetu Englandsdrottningu: Hún geymdi trúna í hjarta sínu en bar hana ekki utan á sér”

  1. Sem betur fer fækkar í hópi svona svikara, hvernig er hægt að kalla sig kristna manneskju og sitja síðan á stolnum auðæfum, hræsni hina útvöldu á sér lítil takmörk

Skildu eftir skilaboð