Ríka fólkið á Martha’s Vineyard sendi ólöglegu innflytjendurna í burtu

thordis@frettin.isErlent2 Comments

Ríkisstjóri Flórída, repúblikaninn Ron De Santis, sendi tvær flugvélar með um 50 ólöglega innflytjendur til Martha's Vineyard á miðvikudag í síðustu viku.

Martha's Vineyard er eyja í Massachusetts, staður ríka fólksins og þar dvelur m.a. Obama og fjölskylda í húsi sínu við sjóinn, óhrædd við „hlýnun jarðar“ þegar þau dvelja ekki í einhverju af öðrum slíkum stórhýsum sínum niður við sjóinn, eins og t.d. á Hawai.

Á eyjunni sem er um 250 ferkílómetrar búa um 17 þúsund manns. Nánast allir eða um 80% hinna inna efnuðu íbúa eyjunnar kusu Bien sem forseta og stefnu hans um opnu landamærin. Þeir hafa hingað til eflaust talið sér það óhætt enda Massachusetts á norðausturströnd Bandaríkjanna og því langt frá landamærunum í suðri þar sem ólöglegir innflytjendur streyma inn á hverjum degi.

Þingið í Flórída veitti ekki fyrir svo löngu síðan 12 milljónum dollara til áætlunar um að flytja ólöglega innflytjendum frá Flórída til annarra ríkja samræmi við alríkislög.

Fjölmiðlafulltrúi ríkisstjóra Flórída staðfesti við Fox News Digital að flugvélarnar tvær með ólöglegum innflytjendunum sem komu til Martha's Vineyard á miðvikudag hefðu verið hluti af flutningaáætlun ríkisins um að flytja ólöglegra innflytjendur til áfangastaða sem væru yfirlýst „verndarsvæði“ slíkra ólöglöglegra innflytjenda (sanctuary states).

Skrifstofa ríkisstjórans hefur gefið það út það sé ekki hlutverk Flórída að bera kostnað af því að þar búi ólöglegir innflytjendur. Flórída hafi ekki samþykkt þá stefnu sem Biden forseti hefur um að landamærin Bandaríkjanna séu opin.

„Ríki eins og Massachusetts, New York og Kalifornía munu auðvelda umsjá þessara einstaklinga sem þau hafa boðið inn í landið okkar með því að hvetja til komu ólöglegra innflytjenda og útnefna sig sem „verndarríki“ og með stuðningi við hina opnu landamærastefnu Biden-stjórnarinnar,“ sagði fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórans.

Sendu fólkið til meginlandsins innan tveggja sólarhringa

Tveimur dögum eftir komu ólöglegu innflytjendanna 50 voru stjórnvöld á Martha's Vineyard búin að senda þá í burtu til meginlandsins og var þeim komið fyrir í Buzzard’s Bay og Woods Hole.

Ólöglegir innflytjendur lenda á Martha's Vineyard flugvellinum í Massachusetts 14. sept. 2022

Lisa Belcastro, sem hefur umsjón með athvarfi heimilislausra í Martha's Vineyard, sagði ljóst að flytja þyrfti þessa ólöglegu innflytjendur í burtu án tafar  þar sem samfélagið á Martha's Vineyard hefði ekki aðstöðu til að taka við þessum 50 ólöglegu innflytjendum.

Auðmannasamfélagið á Martha's Vineyard hafði augljóslega engan áhuga á því að fá þessa 50 ólöglega innflytjendur og styðja þannig í verki við stefnu Biden forseta sem 80% þeirra kaus í embættið.

Ríka fólkið á Martha's Vineyard var ekki þegar á reyndi sammála Biden forseta sem sagði: „ólöglegir innflytjendur styrkja okkur.“

Á sama tíma glíma ríki eins og Flórída og Texas við milljónir ólöglegra innflytjenda, sem ríka fólkið eins og á Martha's Vineyard vill ekki sjá í sínu samfélagi en segist styðja og vilja vernda.

Hræsnin er algjör.

Hér má lesa meira um þetta mál.

2 Comments on “Ríka fólkið á Martha’s Vineyard sendi ólöglegu innflytjendurna í burtu”

  1. Heldur einhver að yfirstéttin vilji fá fátæka flóttamenn í sitt næsta nágrenni? Nei, að sjálfsögðu ekki, enda er tilgangurinn með fjölmenningunni að skapa sundurleit samfélög meðal almennings svo að athyglin og reiðin beinist ekki að elítunni: að deila og drottna virkar enn vel.

Skildu eftir skilaboð