Seðlabanki Ástralíu segist gjaldþrota eftir faraldursráðstafanir

frettinInnlendar, Viðskipti2 Comments

Seðlabanki Ástralíu viðurkenndi á miðvikudag að hann væri í grundvallaratriðum gjaldþrota. Allt eigið fé hans hefur þurrkast út vegna „heimsfararaldurtengdra“ skuldabréfakaupa.

Seðlabankinn hóf skuldabréfakaupaáætlun sína í nóvember 2020, sem aðra lotu ráðstafana, til að bregðast við heimsfaraldrinum. Í fyrstu lotu ráðstafana lækkuðu vextir mjög mikið og þannig var hægt að bjóða bönkum ódýra þriggja ára fjármögnun. Aðgerð bankans var framlengd og framlengd og enn og aftur framlengd og á endanum keypti Seðlabankinn ríkisskuldabréf fyrir 281 milljarð ástralskra dollara (A$) (188 milljarða bandaríkjadala).

Nú er komið að gjalddaga.

Seðlabankinn mun tilkynna heildaruppgjör sitt fyrir ástralska reikningsárið til og með 30. júní eftir mánuð eða svo. En það verður ekki glæsilegt.

Seðlabankinn hefur þurft að setja verðmæti eignarhluta sinna á markað, sem hefur haft í för með sér 44,9 milljarða A$ (30,0 milljarða Bandaríkjadala) verðmætistap. Að frádregnum hagnaði af eignarhlutum sem er 8,2 milljarðar A$ (5,5 milljarðar Bandaríkjadala) er heildartap Seðlabankans 36,7 milljarða A$ (24,5 milljarðar Bandaríkjadala).

Þessi „heimsfaraldurstengda“ áætlun Seðlabankans hefur þannig tæmt tvo varasjóði bankans upp á tæplega 24 milljarða A$. Þannig er neikvætt eigið fé Seðlabankans nú upp á 12,4 milljarða A$ (8,3 milljarða Bandaríkjadala).

Aðstoðarseðlabankastjórinn Michele Bullock sagði að ef einhver viðskiptaaðili væri með neikvætt eigið fé væru eignir ófullnægjandi til að standa undir skuldbindingum og þá væri fyrirtækið ekki áframhaldandi fyrirtæki. „En seðlabankar eru ekki eins og viðskiptaaðilar,“ bætti hún við.

Seðlabankinn er með ríkisábyrgð gegn skuldbindingum sínum, sem þýðir að „engin vandamál eru í gangi hjá seðlabanka í landi eins og Ástralíu,“ fullyrti hún. Auðvitað getur seðlabankinn einfaldlega prentað meira fé svo „bankinn geti haldið áfram að standa við skuldbindingar sínar. Neikvæð eiginfjárstaða mun því ekki hafa áhrif á getu Seðlabankans til að standa við hlutverk sitt.“

Seðlabankar urðu að eyða til að halda hagkerfum gangandi í heimsfaraldrinum. Í þeim skilningi náðu skuldabréfakaup bankans í stórum dráttum markmiðum sínum, segir Bullock.

Leyfi til að prenta peninga til að komast út úr slíkum vandamálum munu hins vegar aldrei vera góðar fréttir fyrir gjaldmiðil. Og reyndar hefur ástralskur dollari tapað 13,6% af verðgildi sínu gagnvart bandaríkjadal síðan í byrjun apríl og um 20% frá því vorið 2021.

Seðlabankinn lækkaði vexti niður í 0,1% sem var met í nóvember 2020. Seðlabankinn hefur nú hækkað vexti þrisvar sinnum síðan og standa þeir í 2,35% síðan 6. september. Næsta vaxtaákvörðun verður 4. október.

Það liggur því fyrir að sturlun ráðamanna í Ástralíu undanfarin 2 ár eða svo verði almenningi í Ástralíu dýrkeypt og versnandi lífskjör blasa við. Eitthvað sem margir höfðu varað við þegar ráðamenn ákváðu að setja tilgangslausar takmarkanir á líf almennings í nafni lýðheilsu.

Heimild

2 Comments on “Seðlabanki Ástralíu segist gjaldþrota eftir faraldursráðstafanir”

  1. Er einhver hissa á því að það komi að skuldadögum?! Að sjálfsögðu þarf að borga reikninginn fyrir Covid-aðgerðir stjórnvalda. Og það verður gert með niðurskurði og dvínandi lífskjörum. Nú er tllvalið að hræða almenning með tali um ´loftslagsvá´ svo að fólk sætti sig við skert lífsgæði.

  2. Þetta er allt samkvæmt áætlun. Covid var aðalega efnahags aðgerð. Þeir eru að fara að setja upp nýtt efnahagskerfi, þar sem þú færð bara að eyða samkvæmt mengunar kvótanum sem þér verður úthlutað, ef þú verður þægur þræll. Annars, gapastokkurinn!

Skildu eftir skilaboð