Innanríkisráðherra Finnlands og þingmaður í Sviss féllu í yfirlið

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Á miðvikudagskvöldið var bein útsending með finnsku ríkisstjórninni um sprengingarnar á Nord Stream gasleiðslunni. Útsendingin var rofin þegar innanríkisráðherrann, Krista Mikkonen, hneig skyndilega niður.

Krista stóð í ystu röð ræðupúlta. Hún reyndi að ganga út úr salnum en féll í yfirlið úr augsýn myndavélanna. Tveir vinnufélagar hennar komu henni til hjálpar og reistu hana við.

Síðar sagði hún á Twitter: „Ég varð að yfirgefa kynningarfund ríkisstjórnarinnar vegna yfirliðs. Mér líður vel núna."

Þá leið einnig yfir svissneska þingmannin Lukas Reimann í þinginu á fimmtudagsmorgun þar sem verið var að ræða lög um viðskiptabann. Þingmaðurinn var fluttur á spítala.

One Comment on “Innanríkisráðherra Finnlands og þingmaður í Sviss féllu í yfirlið”

  1. Sennilega eftir fjórðu sprautuna. Þessu liði er ekki viðbjargandi.

Skildu eftir skilaboð