Tækifæri fyrir „góða fólkið“

frettinJón Magnússon, Pistlar2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Öngþveiti er á landamærum vegna þess gríðarlegs fjölda hælisleitenda, sem hingað streymir vegna andvaraleysis,ruglanda og fákunnáttu íslensku stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðlaelítunar. 

Sveitarfélög segjast ekki geta tekið við fleirum. Það eru engar fjárheimildir til að borga meira og húsnæði er ekki til.

Hópur fólks sem hefur fengið viðurnefnið "góða fólkið",hefur andæft gegn öllum tillögum um skynsamlega stefnu í þessum málum og margir í þeim hópi hafa sagst reiðubúnir til að opna heimili sín fyrir hælisleitendum ef á þurfi að halda. 

Hvernig væri nú, að "góða fólkið" stæði við skoðanir sínar, stefnu og fyrirheit. 

Við þessar aðstæður má ætla að þessir úr hópi "góða fólksins", sem ábyrgð ber á vandamálinu, opni nú heimili sín og bjóði hælisleitendur velkomna til gistingar hjá sér t.d. þingflokkar VG,Pírata og Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hallgrímur Helgason meint mannvitsbrekka, Karl Th. Birgisson, sem og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrv. þingmaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra.

Fólk ætti að fylgjast vel með hvernig "góða fólkið" bregst nú við aðsteðjandi vanda, sem það sjálft hefur valdið.

2 Comments on “Tækifæri fyrir „góða fólkið“”

  1. Hér er tilvitnun úr viðtali við Ernu Ýr Öldudóttur (úr hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar): „Við lifum á tímum ó­dýrra dyggða. Þú þarf ekki að vera góð manneskja, þú þarft bara að líta út fyrir að vera góð eða góður. Með því að hafa réttu skoðanirnar, kaupa réttu vörurnar eða segir það sem hljómar vel. En þú þarft ekki að leggja neitt á þig eða fram­kvæma neitt, bara láta stöðugt vita að þú sért í rétta liðinu. Það er miklu erfiðara að vera góður en að líta út fyrir að vera góður. Það er hægt að nota mjög ó­dýrar leiðir með sam­fé­lags­miðlum til að leggja allt í að líta vel út.”
    Er þetta ekki ágætis lýsing á „Góða fólkinu“. Ég held að þessi málsgrein lýsi einnig sæmilega vel það sem Jordan Peterson hefur kallað „Compassionate Narcissism“.

  2. Finnst við hæfi að benda góða fólkinu, og þeim sem sitja á Alþingi, á þátt sem ég rakst á í Norska sjónvarpinu á Sjónvarpi Símans NRK 1 kl. 23.25 í gær 5.10 2022. Ber nafnið Da verden kom til Ronneby. Þar er vel útlistað það sem gerist í litlu Samfélagi í Svíþjóð, þegar yfirvöld hrúga fjölda flóttafólks inn í samfélagið algjörlega hugsunarlaust og án samráðs við fólkið sem þar býr. Þetta er akkúrat að gerast núna hjá okkur. Allt orðið fullt og sprungið, en samt á að fara að neyða bæi og sveitafélög út um allt land að taka við fleirum. Reynum að vera skynsöm og förum að dæmi Dana í þessum málum. Góðar stundir.

Skildu eftir skilaboð