Kristinn predikari fær bætur frá bresku lögreglunni fyrir ólögmætar handtökur

frettinIngibjörg GísladóttirLeave a Comment

Hatun Tash, kristinn predikari og innflytjandi frá Tyrklandi hefur nú fengið afsökunarbeiðni og 10.000 punda skaðabætur frá bresku lögreglunni, auk lögfræðikosnaðar, fyrir tvær tilefnislausar handtökur.

Hatun hefur predikað á sunnudögum á Speakers Corner, gjarnan fyrir fólk sem vill alls ekki heyra það sem hún segir. Hún hefur verið slegin í rot og stungin með hnífi í andlitið en er hún hefur kvartað til lögreglu þá hefur hún verið handtekin, síðast í sumar er Kóraninn hennar var hrifsaður af henni, sem mátti greinilega sjá á mörgum upptökum. Hún krafðist þess að fá hann aftur en þá komu a.m.k. 3 lögreglumenn og þvinguðu hana inn í bíl, neyddu hana til að berhátta á lögreglustöðinni, héldu henni í 24 stundir en slepptu henni svo án kæru.

Það virðist vera þægilegra fyrir lögregluna að handtaka smávaxna konu en en að hjálpa henni til að fá aftur bók sem öfgamúslimarnir sem ekki þola að hlusta á hana hafa stolið. Hatun hefur lýst því hvernig hún sáir efa um helgi Kóransins með því að benda á að til séu margar útgáfur af honum, efnislega mismunandi. Hann er sagður vera kominn orðréttur úr munni Allah, með milligöngu Gabríels erkiengils.

Á einum stað viðurkennir Múhammeð þó að Satan hafi blekkt sig og talað fyrir Gabríel. Salman Rushdie notaði það vers sem efnivið í bókina sem Khomeini gerði hann réttdræpan fyrir. Nýjustu fréttir af Rushdie eru að hann missti sjón á öðru auga og mátt í öðrum handleggnum eftir að ráðist var á hann með hnífi á sviði í New York í ágúst. Það hefði getað farið verr, rétt eins og Hatun hefði getað fengið alvarlegri sár er ráðist var á hana 2021.

Hatun Tash

Skildu eftir skilaboð