Fréttamaður Los Angeles Times lést skyndilega 33 ára

frettinErlent1 Comment

Gregory Yee, fréttamaður Los Angeles Times, lést óvænt á miðvikudaginn á heimili sínu í Hollywood. Fjölskylda hans segir orsökina virðast tengjast öndunarerfiðleikum. Hann var 33 ára. Yee gekk til liðs við The Times sumarið 2021 sem næturfréttamaður og hafði starfað sem einn af 18 fréttamönnum í „nýjum fréttum.“ Hann fjallaði um hitabylgjur og skógarelda, byssuofbeldi í Oakland og deilurnar um gervigreindar lögregluhunda o.fl., segir í frétt Los Angeles Times.

Töluvert hefur verið um skyndileg andlát ungs fjölmiðlafólks undanfarið. Tveir ungir fjölmiðlamenn hjá fréttastöðinni ABC News létust í lok desember, og þrír íþróttafréttamenn létust á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar fyrir áramót. Þá lést í byrjun mánaðar einnig 46 ára gamall blaðamaður The Irish Times.

One Comment on “Fréttamaður Los Angeles Times lést skyndilega 33 ára”

  1. Hún Laura skilur ekkert í þessum með mynd af sér með grímu á Twitter.. Hún gæti hreinlega baðað sig í sannleikanum en hefur ekki vitsmunalega burði til að átta sig á hvað er að gerast í heiminum.

Skildu eftir skilaboð