Formúlu 1 kynnir hjá BBC fékk alvarlegt heilablóðfall

ThordisErlent, Íþróttir, Þórdís B. Sigurþórsdóttir1 Comment

Jennie Gow, Formúlu 1 kynnir hjá sjónvarpsstöðinni BBC, segir frá því að hún hafi fengið alvarlegt heilablóðfall sem hefur leitt til þess að hún eigi erfitt með tal og skrif. Gow er 45 ára gömul.

„Hæ allir, hef verið þögul undanfarnar vikur. Ástæðan er sú að ég fékk alvarlegt heilablóðfall fyrir tveimur vikum. Maðurinn minn hjálpar mér að skrifa þetta, þar sem ég á erfitt með að skrifa og erfitt með mál,“ sagði Gow í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlum.

„Ég er mjög áköf í að ná fullum bata og snúa aftur til vinnu, en það gæti tekið einhvern tíma. Þakka læknateyminu á Frimley og St. George's og fjölskyldu minni og vinum sem hafa komið mér í gegnum síðustu tvær vikurnar.“

One Comment on “Formúlu 1 kynnir hjá BBC fékk alvarlegt heilablóðfall”

  1. Hún vill þakka lækna teyminu fyrir að hafa bjargað henni. Er það ekki magnað, frímúrara (þeir háttsettu), vinna eftir mottóinu “order out of caos”. Sem þíðir náttúrulega: við sköpum vandamál og erum tilbúnir með lausnina, fyrirfram sem við græðum náttúrulega á.

Skildu eftir skilaboð