Tony Blair talaði fyrir alþjóðlegum bólusetningagagnagrunni á Davos fundinum

frettinBólusetningapassar, Davos, LyfjaiðnaðurinnLeave a Comment

Töluvert var fjallað um bóluefni og framtíðarbólusetningar á árlegri ráðstefnu World Economic Forum (WEF) í Davos í Sviss í vikunni, en WEF, eða Alþjóðaefnahagsráðið, var stofnað til að beita sér í stefnumótun á sviði efnahagsmála.

Forstjóri Pfizer, Albert Bourla, ræddi um nýtt „tvö fyrir eitt“ mRNA líftæknilyf sem á hvort tveggja að virka við flensu og Covid. Áætlað er að efnið verði tilbúið í sumar.

Þá ræddi Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, um mikilvægi þess að hafa alþjóðlegan bólusetningagrunn, þannig að hægt sé að fylgjast með því hverjir eru bólusettir og hverjir ekki. Margar þessarra bólusetninga komi í mörgum skömmtum og nauðsynlegt sé að hafa upplýsingar um bólusetningastöðu fólks, sérstaklega þegar faraldur ríkir, sagði Blair.

„Tony“ vildi ekki ræða við blaðamenn

Blaðamenn Rebel News rákust á Tony Blair í Davos og reyndu að fá hann til að svara nokkrum spurningum. Þeir spurðu Blair hvað hann væri að gera þarna í Davos á ráðstefnunni, hvers vegna hann væri svona áhrifamikill þrátt fyrir að vera ekki lengur í stjórnmálum. Blair svaraði engu og aðstoðarmaður eða lífvörður hans passaði að blaðamennirnir kæmust ekki nærri honum. En blaðamennirnir gáfust ekki upp og spurðu Blair hvort hann vildi ekki biðjast afsökunar á því að hafa kallað þá sem ekki fóru í Covid sprautur, fávita. Blaðamaður sagði að nú gæti „Tony“, eins og hann kallaði hann, notað tækifærið og beðist afsökunar, nú þegar við vitum meira um „bóluefnið“, og bætti við að það væri allt í lagi „að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér þegar maður hefur rangt fyrir sér.“

The Guardian segir að Sir Tony Blair hafi verið nefndum sem mögulegur arftaki hins 84 ára gamla Klaus Schwab, sem nú er framkvæmdastjóri WEF.

Hér má sjá atvikið þegar Rebel News reyndu að fá svör fá Blair.

„Bóluefnin" tilbúin í janúar 2020

Framvæmdastjóri Moderna upplýsti síðan á fundinum að þeir hafi verið byrjarðir að framleiða COVID-19 sprautuefni í janúar 2020, áður en nafn var komið á SARS-CoV-2 sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur.

Skildu eftir skilaboð