Helga Gabríela opnar sig um erfiðleikana: „eitt erfiðasta ár sem ég hef upplifað“

frettinInnlendarLeave a Comment

Úrvalskokkurinn Helga Gabríela Sigurðar, segir að hún hafi brotnað niður í gær og fundist hún til­neydd að svara fólki sem var að ráðast á hana og fjöl­skyldu hennar á netinu. Eigin­maður Helgu, fjöl­miðla­maðurinn Frosti Loga­son, hefur legið undir mikilli gagn­rýni eftir að hann sagði að „uppistandarinn“ Stefán Vig­fús­son hefði gott að því „að fá högg á kjaftinn“.

Stefán þessi hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að netníði gagnvart Frosta sem hann hefur nú stundað samfleytt í eitt ár, samkvæmt færslu sem Frosti sendi frá sér í gær. Frosti segir að ummæli hans í þættinum hafi verið svar við stöðugu netníði Stefáns.

Helga segir að síðastliðið ár hafi verið eitt erfiðasta ár sem hún hafi upplifað, þegar fyrrverandi kærasta Frosta, ákvað að koma opinberlega fram með einhliða frásögn sína af sambandi hennar og Frosta sem lauk fyrir 10 árum. „Þá umturnaðist líf fjölskyldu minnar“, segir Helga.

Frosti skrifaði síðan í gær um málið á facebok þar sem segir m.a.:

„Kaldhæðnislegt, er fyrsta orðið sem kemur í huga mér þegar ég les nýjasta pistil hins frábæra blaðamanns Jóns Trausta Reynissonar, Þegar maður verður maðkur. Þar kemur hann með alveg eiturskarpa greiningu á því hvernig svar mitt við endurteknu netníði hafi ekkert með það að gera að bera hönd yfir höfuð sér, heldur sé eingöngu einhverskonar misnotkun á valdi mínu til að afmennska greyið grínistann sem vildi einungis fá að stunda netníð í friði.

Hinn umræddi góði grínisti hafði nefnilega bara skrifað um mig óteljandi færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann veittist að persónu minni og mannorði áður en ég leyfði mér að svara honum í fyrsta skipti núna fyrr í þessari viku,“ segir Frosti.

Þrátt fyrir augljósa eineltistilburði að hálfu Stefáns, þá virðist hópur manna „aðallega á vinstri vængnum“ telja að Frosti hafi ekki verið í rétti til að svara fyrir sig, þrátt fyrir ítrekuð netníð af hálfu Stefáns. Frosti segist ekki ætla að biðjast afssökunar á ummælunum og segir, „að lokum vona ég auðvitað að mér verði fyrirgefið að fylgja ekki alltaf hjörðinni en ég ætla ekki hér að fara biðjast afsökunnar á því að hafa staðið upp gegn ofbeldi netníðinga.“

Helga segir svo að þegar hún hafi kynnst Frosta árið 2014, var hann enn að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann varð fyrir í sambandinu með fyrrverandi kærustu sinni og segist hún vita nógu mikið um það mál, til að vita hversu ósanngjörn umfjöllunin um það hefur verið.

„Eiginmaður minn axlaði þá ábyrgð á sinni eigin líðan með mikilli sjálfsvinnu með fagaðilum, sálfræðingi og áfallaþerapista. Upp úr því fór líf okkar að blómstra, við giftum okkur, eignuðumst börn og höfum síðan þá verið að einbeita okkur að því að rækta fjölskylduna. Það varð okkur því mikið áfall þegar umrædd fyrrverandi kærasta tók málið upp með þessum hætti, tíu árum eftir þeirra síðustu samskipti og málaði eiginmann minn upp sem verstu ófreskju,“ segir Helga.

Frosti og Helga giftu sig árið 2021

Helga bætir svo við að hún geti ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, en þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það.

Eitt er að vera ein heima með börnin á meðan maðurinn minn fer á sjóinn en annað að upplifa allar árásirnar á hann, sem hafa verið nær linnulausar síðustu 10 mánuði. Ég upplifi þær árásir sem árásir á mig og það sem verra er, ég upplifi þær sem árásir á börnin mín.

Helga segist fram til þessa aldrei hafa svarað fyrir sig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær „brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur.“

„Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur“, segir Helga.

Helga Gabríela og Frosti giftu sig fyrir tæpum tveimur árum og eiga saman tvo unga syni.

Skildu eftir skilaboð