Óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir

frettinGeir Ágústsson, Stjórnmál3 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Mögulega tilvitnun ársins eða áratugarins eða jafnvel aldarinnar er þessi:

En óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir.

Það er enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem lét þetta eftir sér, auk margra annarra gullkorna.

Þetta er alveg hárrétt hjá honum. Raunar gildir þessi tilvitnun um hæfa stjórnendur af öllu tagi, sem þurfa stundum að reka fólk, skera niður og breyta um stefnu.

Greining Sigmundar er hárrétt. Stjórnmálamenn standa ekki undir nafni. Þeir ættu að kallast fundafólk. Þetta eru einstaklingar sem þora ekki að stjórna neinu en framleiða þeim mun meira af pappír í formi fundagerða, minnisblaða og ályktana.

Í nokkur ár var Sigmundur Davíð gagnlegur (og þar með umdeildur) stjórnmálamaður. Hann togaði Ísland úr feninu sem það var sokkið í í kjölfar hrunsins og ríkisstjórnarinnar sem tók við í kjölfar þess. Hann reif kjaft, tók erfiðar ákvarðanir, fann gott fólk til að leysa erfið verkefni, stóð á sínu og uppskar mikið. Mjög mikið. Fyrir hönd Íslands.

Síðan breyttist eitthvað. Ég vonaði alltaf að Sigmundur Davíð myndi rísa upp á veirutímum og taka málstað almennings gegn ofríki yfirvalda, sem í raun afsöluðu sér völdum sínum til embættismanna með þrönga hagsmuni. En nei. Núna er eitthvað að gerast og breytast. Kannski er gamli Sigmundur Davíð að vakna til lífsins. Annar þingmaður, í sama flokki, Bergþór Ólason, er líka búinn að vera mjög beittur undanfarna mánuði.

Er hægt að leyfa sér að hlakka til næstu kosningabaráttu? Er afrit af Framsóknarflokknum að breytast í sjálfstæðan flokk? Það væri óskandi, þó ekki væri nema til að búa til tilbreytingu í hlaðborði sem býður ekki upp á neitt nema kaldar núðlur með mismunandi kryddi. Sumir eru að bíða eftir steik, sjáðu til.

3 Comments on “Óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir”

  1. Þarna hefur Simmi rétt fyrir sér og vonandi fer hann að rísa upp,,ég hef sagt það áður og segi það enn, ég vldi að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins myndi renna saman í 1 öflugan og stóran flokk sem léti hendur standa fram úr ermum, sem ég efast ekki um að hann myndi gera…

  2. samála þér Þuríður væri gaman að sjá fólk með bein i nefinu taka við landinu áður en það sekkur alveg i Voke viðbjóð. Held að Sigmundur Davíð og Inga væru flott í því saman.

  3. Það munu rísa upp stjórnmálamenn, “blásandi í lúðra”. Þeir munu segja það sem við viiljum heyra. Allt nema það að það er sennilega verið að selja Ísland,á brunaútsölu. Þeir munu ekki segja okkur að þeir séu að vinna fyrir einhverja allt aðra en okkur, sauðsvartan almúgan. Því fyrr sem við áttum okkur á því, því dýpra munum við sökkva. Þetta er orðið svo augljóst að maður sér það á fasi fólks, allt í kringum mann.

Skildu eftir skilaboð