Stafræn vottorð og skuggahliðar þeirra

frettinPistlar

Í ítarlegri grein á Zerohedge eru færð rök fyrir því að aukin innleiðing stafrænna vottorða um heilsufar og bólusetningar einstaklinga séu ekki bara saklaus aðgerð til að tryggja góða lýðheilsu heldur um leið stjórntæki sem er tiltölulega auðvelt að útfæra til að ná öðrum markmiðum og öllu skuggalegri. 

Greinin kemur víða við og verður hér vísað í frumheimildir hennar (hlekkir  á heimildir eru bláletraðir).

Hverjir stjórna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO)?

Í einu myndskeiði (frá 1 klst. 20 mín) er fyrrverandi framkvæmdastjóri WHO, Margaret Chan, spurð út í fjármögnun WHO, og hún segir að: „aðeins 30% af fjárhagsáætluninni samanstendur af fyrirsjáanlegum tekjum. Hin 70% þarf ég að ná með betli um allan heim. Og þegar við fáum fjármuni er framlagið mjög skilyrt við kröfur þess sem peningana veitir, það sem þeir vilja."

Í dag eru fjárframlög frá ríkjum eingöngu um 20% af heildarfjármögnun WHO. Sjóðir Bill Gates, svo dæmi sé tekið, eru um 10% af heildarfjármögnun WHO.  Árið 2018 voru fjárframlög Gates þau næst hæstu, á eftir Bandaríkjunum.

Í ljósi þessa má vera ljóst að ráðgjöf WHO er lituð af hugmyndum styrkveitenda stofnunarinnar. 

Hvað vilja þeir sem fjármagna WHO?

Það að styrkja málefni eða stofnun er ekki ávísun á illan ásetning. Hver er ásetningur styrkveitenda eins og Bill Gates? Hér þarf ekki að giska. Í sérstöku plaggi, sem meðal annars var fjármagnað úr sjóðum Bill Gates, eru t.d. gefnar leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að athuga bólusetningarstöðu einstaklinga. 

Lykilhugtakið hér er DDC sem stendur fyrir Digital Documentation of COVID-19 Certificates: Vaccination Status. Alþjóðlegt og stafrænt vottorð.

Saklaust, svo langt sem það nær, og einfaldar þeim án bóluefna að einangra sig frá samfélaginu gegn vilja sínum, en fordæmin hræða. Í Indlandi hafa stafræn verkfæri sem Bill Gates meðal annars hefur komið að því að smíða og hvetja til notkunar á beinlínis valdið hungurdauða innfæddra. Fingrafarið var ekki skráð og manneskja fékk ekki úthlutað mat

Bill Gates hefur ekki dulið aðdáun  sína á þessu kerfi í Indlandi þótt hann óski eflaust ekki fátækum Indverjum hungurdauða.

Er þá Bill Gates að baki alheimssamsæri um að klófesta jarðarbúa í stafrænt kerfi þar sem hann stjórnar þeim og skammtar velvilja? Nei, ætli það. En alþjóðleg og rafræn bólusetningarvottorð eru á leiðinni, þau má misnota og nota til að mismuna fólki, upplýsingum úr slíkum kerfum má leka og selja og dæmi eru um að fólki sé neitað um mat vegna þess að hið stafræna kannast ekki við hið raunverulega.

Image