Hatursorðræða og Bjarni Ben

frettinHallur Hallsson, Pistlar, SkoðunLeave a Comment

Ég verð að segja að ofsóknir á hendur Bjarna Benediktssyni taka út yfir allan þjófabálk. Ég hef gagnrýnt Bjarna Ben, einkum fyrir að verja ekki nógsamlega fullveldi þjóðarinnar og yfirgefa einyrkja Sjálfstæðisflokksins; raunar sama og gerst hefur meðal evrópskra borgaraflokka.

Hatursorðræða fæst þrifist vegna þess að falsmiðlar okkar taka að sér að bera út lygi ómerkilegra pólitíkusa í garð Bjarna um söluna á Íslandsbanka. Vissulega fengu þeir blóð á tönn með óskiljanlegum kaupum föður Bjarna Ben og siðlausum kaupum söluaðila. Í annað sinn sem heiftúðug hatursorðræða í garð Bjarna Ben hefur farið út fyrir allt velsæmi en menn muna hýsteríuna þegar Guðni Th. forseti veitti kynferðisbrotamanni uppreisn æru og hafði Benedikt gamli mælt með manninum. Meðan Guðni Th. sat sæll á Bessastöðum fór „góða fólkið hamförum gegn Bjarna Ben. Hversu galið var það?

Til umhugsunar
Ríkið seldi 22,5% hlut í Íslandsbanka fyrir 52,7 milljarða króna. Félag Benedikts keypti fyrir 54,9 milljónir í útboðinu, sem nemur 0,104% í bankanum og á 0,023% í Íslandsbanka. Verðmæti Íslandsbanka stendur í 242 milljörðum og enn á ríkið ráðandi hlut. Hluthafar eru 24.000. Samt gengur fólk um og heldur því fram að Bjarni Ben hafi fært föður sínum bankann að gjöf. Bjarni Ben tók við bankanum á núlli og hefur búið til þessi verðmæti og hælbítar segja að hann sé að gefa bankann!!!

Skildu eftir skilaboð