24 ára hurling leikmaður hneig niður í miðjum leik og lést stuttu síðar

frettinErlentLeave a Comment

Dillon Quirke, 24 ára hurling leikmaður Tipperary, lést eftir að hafa hnigið niður á leikvellinum á föstudagi. Hann er einn af mörgum íþróttamönnum sem undanfarið hafa dottið niður; ýmist fengið fyrir hjartað og/eða látist.

Quirke var borinn af Semple leikvellinum í Thurles rétt fyrir hálfleik. Eftir að leiknum var lokið fluttu heilbrigðisstarfsmenn Dillon á Tipperary háskólasjúkrahúsið í Clonmel þar sem hann lést.

Talsmaður Tipperary GAA staðfesti að Quirke hefði látist á föstudagskvöld.

Michael D Higgins, forseti Írlands, lýsti dauða Quirke sem „ómetanlegum missi, ekki aðeins fyrir fjölskyldu hans og vini heldur fyrir allt samfélagið sem hann lagði sitt af mörkum til.

Hurling er írsk íþrótt, stundum kölluð spýtnaslagur, og er hópíþrótt af keltneskum uppruna sem spiluð er utan dyra með spýtum og kúlu. Hurling er fyrst og fremst spiluð á Írlandi, og er sögð vera hraðasta keppnisíþrótt heims með tilliti til framgangs leiksins.

Óútskýrður skyndidauði ungs fólks rannsakaður í Bretlandi

Daily Mail sagði frá því fyrr í sumar að ungt og heilbrigt fólks væri að deyja skyndilega og óvænt úr dularfullu heilkenni“ og læknar leiti nú svara og styðjist við nýja skrá yfir þess konar dauðsföll.

Fólk undir fertugu er hvatt til að láta athuga sig og fara í hjartarannsókn þar sem það gæti hugsanlega verið í hættu á skyndidauða.

Heilkennið, þekkt sem SADS (Sudden Adult Death Syndrome), óútskýrður skyndidauði, hefur verið banamein margra burt séð frá heilbrigðum lífsstíl.


Skildu eftir skilaboð