Musk og Selenskí deila á Twitter um friðaráætlun

frettinErlentLeave a Comment

Banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk stendur nú í deilum við úkraínska emb­ætt­is­menn á Twitter, þar á meðal Volodímír Selenskí Úkraínu­for­seta, vegna hug­mynda Musk um leið til að binda enda á stríðsátök­in í Úkraínu.

Musk leggur til gerð friðarsam­komu­lags sem byggist m.a. á því að aft­ur yrði kosið í þeim héruðum Úkraínu en und­ir eft­ir­liti Sam­einuðu þjóðanna. Þá leggur hann til að stjórn Rússa yfir Krímskaga yrði viður­kennd form­lega og að Úkraína fengið stöðu sem hlut­laust ríki. Þess­ar hug­mynd­ir virðast ekki leggjast vel í emb­ætt­is­mennina.

Musk bjó til skoðana­könn­un sem fylgj­end­ur hans á Twitter samtals 107 millj­ón­ir, gátu tekið þátt í.


Selenskí svaraði Musk fremur sérkennilega með því að birta aðra könn­un á Twitter. Og gefur hann Musk þar tvo svar­mögu­leika og spyr hvort honum líkar bet­ur við þann sem styður Úkraínu eða þann sem styður Rússa.

Andrí Melnyk, sendi­herra Úkraínu í Þýskalandi, var ómyrk­ur í máli og skrifar hann til Musk: „Hypjaðu þig, það er mitt diplóma­tíska svar.

Myk­hai­lo Podolyak, einn ráðgjafa Úkraínu­for­seta, lagði til „betri friðaráætl­un“ sem byggði á því að Úkraína myndi end­ur­heimta öll sín héruð, þar á meðal Krím, Rúss­land yrði af­vopnað og öll kjarna­vopn tekin af þeim og að „stríðsglæpa­menn“ myndu svara til saka fyr­ir alþjóðleg­um dóm­stól. 

Musk sagði síðar að Rúss­ar gætu blásið til sókn­ar sem myndi leiða til alls­herj­ar­stríðs með til­heyr­andi mann­falli hjá báðum fylk­ing­um, en Musk benti líka á Rúss­ar væru mun fjöl­menn­ari en Úkraínu­menn. 

„Það er ólík­legt að Úkraína sigri í alls­herj­ar­stríði. Ef þér er annt um Úkraínu­menn þá skaltu sækj­ast eft­ir friði,“ skrifar Musk á Twitter.

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur skorað á Úkraínu að láta af vopnuðum átök­um og setj­ast að samn­inga­borðinu, en hann til­kynnti ný­verið um herkvaðningu til að efla her­sveit­ir Rússa í stríðsátök­un­um, auk þess sem hann hef­ur hótað að beita kjarn­orku­vopn­um. 

Selenskí hef­ur sagt að hann muni aldrei semja við Rússa svo lengi sem Pútín sitji þar á valda­stóli og því ljóst að forsetinn ætlar sér ekki í friðarsamkomulag við Rússland á næstunni.


Skildu eftir skilaboð