Stærðarinnar borgar­ís­jaki undan ströndum Mel­rakka­sléttu

frettinInnlendarLeave a Comment

Stærðarinnar borgarísjaki lónar nú skammt undan ströndum Melrakkasléttu, við Hraunhafnartanga. Sennilegt er að hann hafi brotnað úr Grænlandsjökli.

Á vef Veðurstofunnar má sjá að henni bárust tilkynningar um tvo borgarísjaka á þessum slóðum í fyrradag,

Borgarísjaki sást á gervitunglamynd í um 6sml eða 10km fjarlægð norður af Hraunhafnartanga. Norð- og norðaustlægar áttir ríkjandi næstu daga og er því líklegt að ísjakinn reki til vesturs að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Í samtali við Vísi segist Pedro Rodrigues forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem staðsett er á Melrakkasléttu telja að borgarísjakinn sé um fimm hundruð metrar á lengd, þó erfitt sé að greina það nákvæmlega þar sem ísjakinn sé töluvert frá landi.

Skildu eftir skilaboð