Lyfjastofnun segir ekkert samband milli bólusetninga og fósturláta

frettinInnlendarLeave a Comment

Lyfjastofnun sendi frá sér í vikunni niðurstöður rannsóknar sem óháð nefnd framkvæmdi á tengslum Covid bólusetninga og röskunar á tíðarhring kvenna. Rannsókninni var hrint af stað af Lyfjastofnun og Landlæknisembættinu eftir að Rebekka Ósk Sváfnisdóttir sem var með blæðingar samfleytt í 53 daga eftir bólusetningu með Pfizer, stofnaði hóp á facebook þar sem nú eru um 2300 konur. Allar eiga konurnar það sameiginlegt að tengja ýmis konar raskanir á tíðarhring við bólusetningarnar. Rebekka óskaði eftir því við Landlækni að málið yrði rannsakað. Í  hópnum eru líka konur sem misst hafa fóstur fljótlega eftir sprauturnar.

Í rannsóknarnefndinni voru þau Björn Rúnar Lúðvíksson ónæmislæknir, Aðalbjörg Björgvinsdóttir sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og Signý Vala Sveinsdóttir sérfræðingur í almennum lyf- og blóðlækningum.

Niðurstöður nefndarinnar sem skoðaði 43 dæmi sem höfðu verið tilkynnt Lyfjastofnun voru þær að í sjö tilfellum væri ekki hægt að útiloka orsakatengsl en í 36 tilfellum væru tengslin ólíkleg. Ólíklegt væri einnig að nokkur tengsl væru á milli fósturláta og bóluefnanna. Ekki er þó að sjá að neitt dæmi um fósturlát hafi verið skoðað sbr. þessa töflu.

Þess má einnig geta að engin kona sem höfð var með í rannsókninni var rannsökuð, þ.e.a.s., engin líkamleg rannsókn fór fram heldur var haft samband við konurnar símleiðis og gögn þeirra skoðuð.

Hvað varðar þá yfirlýsingu Lyfjastofnunar að ólíklegt sé að tengsl væru milli fósturláta og Covid bóluefna, þá birti eitt af helstu læknatímaritum heims, NEJM (New England Journal of Medicine), niðurstöður rannsóknar þess efnis í sumar.

Ef gögnin eru lesin vel þá kemur í ljós að skoðaðar voru 829 þunganir, þar af fengu 700 sprautu á síðasta þriðjungi meðgöngunnar en 129 sem voru skemmra á veg komnar. Af þessum 129 misstu 104 fóstrið eða 82%, sem er allt að 8 sinnum hærra hlutfall en þess sem má vænta.

Í sjálfri greininni í þessu virta læknatímariti er þó reynt að fela niðurstöðurnar, en ef menn gefa sér tíma og skoða meðfylgjandi gögn en ekki aðeins samantektina (abstract/conclusion) sem flestir láta sér nægja að lesa, kemur hið rétta í ljós.

Tafla nr. 4 segir:
"A total of 700 participants (84.6%) received their first eligible dose in the third trimester."

Sem sagt, af þeim 829 meðgöngum sem var lokið og voru til skoðunar í þessari rannsókn voru 700 á síðasta þriðjungi meðgöngunnar, sem þýðir að 129 voru komnar skemur á veg, á fyrsta eða öðrum þriðjungi. Í töflunni er hins vegar sagt "Spontaneous abortion <20 wk" (fósturlát innan 20 vikna meðgöngu), að 104 fósturlát af 829 eða 12,6%. Þarna hefði átt að taka út þessar 700 konur sem voru komnar lengra en 28 vikur, sem þýðir 104/129 eða 82% af þeim sem voru komnar innan við 20 vikur á leið misstu fóstrið. 82% er augljóst hættumerki."

Þess má geta að Birni Rúnari lækni einum nefndarmanna í umræddri rannsókn Lyfjastofnunar var send þessi grein úr NEJM í byrjun ágúst. Hann svaraði fljótt og benti einmitt á, eins og margir gera sem ekki nenna að skoða nánar, hvað samantektin sjálf sagði. Var honum þá bent á að skoða sjálf gögnin, með þeim texta sem kemur fram hér ofar. Við því kom ekkert frekara svar.

Björn Rúnar Lúðvíksson, lýsti því meðal annars yfir í desember 2020 að Covid bóluefnin væru öll mjög örugg. Síðan þá hafa mörg ríki ýmist hætt að nota Janssen, Astra Zeneca og nú nýlega Moderna, eða leyft þau aðeins meðal ákveðinna aldurshópa.
Í sumar sendi Landlæknisembættið frá sér tilkynningu sem sagði að engar rannsóknir hefðu verið gerðar á Covid bóluefnunum á meðgöngu kvenna en jafnframt að mRNA efnin, Pfizer og Moderna, hafi, „reynst vel" á meðgöngu og brjóstagjöf.
Af þeim 3263 tilkynningum um grunaðar aukaverkanir sem borist hafa Lyfjastofnun má sjá neðar á þessari síðu að 19 tilkynningar varða meðgöngu og 912 tengd móðurlífi og brjóstum.

 

Skildu eftir skilaboð