Sir David Amess – dýravinur og andstæðingur fóstureyðinga

frettinInnlendarLeave a Comment

Breski þingmaðurinn Sir David Amess sem lést eftir stunguárás í gærdag var sérstakur dýra-og mannvinur, nokkuð sem endurspeglaðist í málflutningi hans í þinginu.

Hann barðist fyrir lífi ófæddra barna og auknum stuðningi fyrir þungaðar mæður sem áttu í erfiðleikum. Sjálfur átti þingmaðurinn fimm börn. 

Sir David stóð til dæmis fyrir því að lög yrðu sett gegn því að dýr væru bundin með grimmilegum hætti, beitti sér fyrir því að stöðva prófun varnings á dýrum, tókst á við ólögleg viðskipti með villt dýr og barðist fyrir því að stöðva hvolpaframleiðslu.

Hann var einnig andvígur útrýmingu greifingja og var einn af fáum þingmönnum sem var hlynntur banni á refaveiðum. Hann var andstæðingur Evrópusambandsins, kaus gegn hjónabandi samkynhneigðra og beitti sér gegn líknardrápi.

Skildu eftir skilaboð