Forstjóri Delta Air Lines neitar að þvinga starfsfólk í bólusetningu

frettinErlent

Ed Bastian, forstjóri flugfélagsins Delta, neitar að innleiða aðskilnaðarstefnu Bandaríkjaforseta, þ.e.a.s. tilskipunina um bólusetningaskyldu alls starfsfólks í fyrirtækjum sem eru með 100 eða fleiri starfsmenn.

Um 90% starfsfólks flugfélagsins hefur verið bólusett og það án þess að það hafi verið skyldað til þess segir Bastian, og reiknar hann með að hlutfallið eigi eftir að hækka en við hótum starfsfólki ekki brottrekstri heldur vinnum við í sameiningu. Maður treystir starfsmönnum sínum til að taka réttar ákvarðanir og ber virðingu fyrir þeirri ákvörðun en hótar ekki atvinnumissi."

Önnur flugfélög í Bandaríkjunum krefjast þess nú þegar að starfsfólk sé bólusett. Flugfélagið Southwest þurfti að aflýsa yfir 2,500 flugferðum á fimm dögum þar sem fjöldi starfsmanna gekk út og United hefur sagt upp 232 starfsmönnum vegna tilskipunarinnar.

Delta er eina bandaríska flugfélagið og fyrirtækið sem hefur opinberlega fordæmt tilskipun Joe Bidens forseta.

Heimild.