Kynslóð bandarískra karlmanna snýr baki við háskólanámi

frettinErlent

Brottfall karla úr háskóla í Bandaríkjunum hefur stóraukist og munurinn milli kynjanna aldrei verið meiri.

Í lok námsárs 2020-21 voru konur 59,5% háskólanema sem er sögulegt hámark en karlar 40,5% samkvæmt gögnum frá rannsóknarteyminu National Student Clearinghouse.

Bandarískir framhaldsskólar og háskólar eru nú með 1,5 milljón færri nemendur en fyrir fimm árum og eru karlar 71% af heildarfækkuninni.

Þetta á bæði við um tveggja og fjögurra ára framhaldsskólanám og hefur hægt og rólega farið vaxandi sl. 40 ár. Mismunurinn er enn meiri þegar kemur að fjölda útskrifaðra. Eftir sex ára háskólanám fengu 65% kvenna sem hófu fjögurra ára háskólanám árið 2012 prófskírteini árið 2018, samanborið við 59% karla á sama tímabili, samkvæmt bandaríska menntamálaráðuneytinu .

Ef þessi þróun heldur áfram munu á næstu árum tvöfalt fleiri konur en karlar útskrifast með háskólagráðu, sagði Douglas Shapiro, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvarinnar hjá National Student Clearinghouse.Enginn viðsnúningur er í sjónmáli. Konur juku forskot sitt á karla í háskólaumsóknum skólaárið 2021-22 sem nam 3.805,978 á móti 2.815,810. Konur á háskólaaldri eru 49% af íbúum Bandaríkjanna.

Í viðtölum við karlmenn á háskólaaldri víðsvegar um Bandaríkin, sögðust þeir ekki hafa sótt um að komast í háskóla eða hætt námi þar sem þeim fyndist háskólagráða ekki nægilega mikils virði, ekki miðað alla vinnuna og kostnaðinn. Margir sögðust einnig vilja þéna peninga eftir að hafa lokið framhaldsskóla. 

Greinin er í Wall Street Journal en má einnig lesa hér.