Grímuleikhús glóbalistanna náðist á myndband

frettinErlent

Það má með sönnu segja að Covid-19 faraldurinn sé farinn að snúast upp í eitt stórt grímuball þar sem leiðtogar stærstu ríkja Evrópusambandsins, þau Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel kanslari Þýskalands fara sjálf ekki eftir þeim ströngu reglum sem þau hafa lagt á borgara sína.

En á loftslagsráðstefnunni sem hófst í dag náðust þau á myndband þar sem þau setja upp grímu utanhúss og ganga með hana á rauða dreglinum þar sem blaðamenn og ljósmyndarar standa við og taka myndir. En þegar inn í bygginguna er komið taka þau bæði grímuna niður, en reglur um grímur hafa aðallega gilt innanhúss, þegar ekki næst að halda eins til tveggja metra fjarlægðarreglunni.

Einnig náðist myndband af framkvæmdastjórn sambandsins og Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands standa þétt saman, öll með grímu í myndatöku.  Þau taka grímuna fljótt niður eftir að myndatöku er lokið. Heyra má ljósmyndarann segja, ,,taka niður grímurnar." Og virðast þau þá ekki átta sig á því að þau voru einnig tekin upp á myndband sem nú hefur lekið á netið.

Grímuleikhús leiðtoganna birtist á Twitter og má sjá hér að neðan.