Shiloh Jolie-Pitt var „strákur“ í mörg ár en er stelpa í dag

frettinErlent, LífiðLeave a Comment

Árið 2008 sagði Brad Pitt við Oprah Winfrey að Shiloh, dóttir hans og Angelinu Jolie, vildi bara heita John eða Pétur og sagði að í hvert skipti sem einhver reyndi að kalla hana Shiloh, leiðrétti hún þá: „John. Ég er John.“

Angelina var í viðtali hjá tímaritinu Vanity Fair árið 2010 þar sem hún gaf einnig til kynna að Shiloh héldi að hún væri strákur. Sögusagnir voru uppi um að Shiloh klæddi sig eins og „lítill gaur.“ Spyrillinn spurði Angelinu hvað væri í gangi með dóttur hennar.

„Okkur finnst Shiloh vera Svartfjallalandstýpan,“ sagði Angelina. „Þannig klæðir fólkið sig þar. Hún er hrifin af íþróttafötum og [venjulegum] jakkafötum, jakkafötum með bindi eða jakka og buxum, eða íþróttagöllum. Henni finnst gaman að klæða sig eins og strákur. Hún vill verða strákur. Svo við urðum að klippa á henni hárið. Henni finnst gaman að klæðast eins og strákur. Hún heldur að hún sé ein af bræðrunum.“

Jolie með börnum sínum, Shiloh 15 ára klædd ljósbrúnum missíðum kjól

En árið 2021 mætti ​​Shiloh Jolie-Pitt, þá 15 ára, á frumsýningu Eternals með móður sinni, klædd ljósbrúnum, missíðum kjól og hvítum kvenmannsskóm. Hún var með sítt hár, tekið aftur - og leit greinilega út eins og stelpa. Það voru nokkrar aðrar frumsýningar á því tímabili sem Shiloh sótti líka og á öllum þeirra var hún í kjól og með smávegis af andlitsfarða. Þetta varð til þess að margir spurðu hvort hugmyndir hennar um að vera strákur væru úr sögunni.

Heimspressan gat á sínum tíma ekki hætt að tala um hvort verið væri að ala Shiloh upp sem strák. Þetta var áður en transgender tískan braust út, en margir höfðu áhyggjur af Shiloh og hvort „veruleikafyrrtir“ frægir foreldrar hennar væru að láta hana líta út eins og strák.

Börn hafa mikið ímyndunarafl þegar þau eru ung og halda að þau séu hafmeyja, ofurhetja eða jafnvel annað kyn. En í nánast öllum tilfellum vex barnið upp úr því, og það virðist vera nákvæmlega það sem gerðist með Shiloh.

Þetta er þróun sem helstu fjölmiðlar vilja ekki viðurkenna. Fjölmiðlar voru allt of fljótir að benda á að Shiloh hafi verið að klæða sig eins og strákur þegar hún var ung, en sú staðreynd að hún líti út og klæðist eins og venjuleg stelpa í dag er bara sönnun þess að börn munu vaxa úr „trans“ skeiðinu ef fólk einfaldlega leyfir þeim það.

Helstu fjölmiðlar veita þessu dæmi enga athygli í dag, þ.e.a.s. að Shiloh sem hafi í mörg ár verið „John“ sé þrátt fyrir allt, „ósköp venjuleg stelpa,“ í dag.

Eviemagazine.

Skildu eftir skilaboð