Haítíski söngvarinn “Mika” deyr á tónleikum í París

frettinErlent, Fræga fólkið3 Comments

Michael "Mikaben" Benjamin, einnig þekktur sem "Mika" 41 árs haítískur tónlistarmaður, lést í gær í París eftir að hafa hrunið niður á sviði á tónleikum með hinni vinsælu haítísku hljómsveit Carimi.

Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en grunur leikur á að söngvarinn hafi látist af völdum hjartastopps. Hann lætur eftir sig eins árs dóttur og eiginkonu sem gengur með annað barn þeirra og áætlað er að fæðist í desember.

Tónlistarferill hans spannaði meira en 20 ár, eftir að hann öðlaðist frægð á Haítí og erlendis með smellnum "Ou Pati" og þá varð samstarf hans með öðrum stjörnum á Haíti eins og Carimi, Alan Cave og DJ Michael Brun mjög vinsælt.

Benjamín var sonur Lionel Benjamin sem er þekktur sem „haítíski jólasveinninn“ vegna hins vinsæla jólalags hans, Abdenwèl.

Hér að neðan er hægt sjá söngvarann hníga skyndilega niður á sviðinu og hóp fólks hlaupa að honum til hjálpar.

Hér má hlýða á Mika flytja vinsælt lag sitt October 16, 2022

3 Comments on “Haítíski söngvarinn “Mika” deyr á tónleikum í París”

  1. Nú er komið að því að kalla hlutina réttum nöfnum:
    þetta var ekki „hjartastopp“ og hann hneig heldur ekki „skyndilega niður“ eins og segir í fréttinni, heldur skall hann framyfir sig, bar ekki einu sinni hendurnar fyrir sig eins og sést á myndbandinu og var dáinn á broti úr sekúndu, á nákvæmlega sama hátt og við höfum séð tugi íþróttamanna deyja á íþróttavellinum á undanförnum mánuðum.

    Sjálfur hef ég orðið vitni að þegar maður fékk hjartastopp, og sá greip fyrst um brjóst sér og lyppaðist svo hægt og rólega til jarðar, semsagt allt önnur einkenni

    Þetta var kÓVÍT-SPRAUTU-MORÐ, og þeir sem bera ábyrgð á þeim eru morðingjar.

  2. Tók eftir því líka, Björn. Hann datt eins og hann hefði verið skotinn í hausinn, dauður áður en hann hitti gólfið. „Hneig niður“ my ass!

Skildu eftir skilaboð