Facebook uppljóstrari stígur fram í 60 minutes

frettinErlentLeave a Comment

Frances Haugen, 37 ára gagnavísindamaður (e. Data Scientist), hefur ákveðið að stíga fram sem uppljóstrari. Hún hefur tugi þúsunda skjala frá Facebook undir höndum sem sýna fram á hvernig hagsmunir fyrirtækisins eru teknir fram yfir hagsmuni fólks og samfélaga. Einnig að fyrirtækið ýti undir hatursumræðu, rangar upplýsingar, pólitískan óróa og að halda aftur af mikilvægum upplýsingum. Frances vann áður um 15 ára skeið hjá Google og Pinterest.

Hún segir að skjölin sýni að Facebook ljúgi að almenningi um að fyrirtækið sé að ná árangri gegn hatri, ofbeldi og röngum upplýsingum. Samkvæmt skjölum er fyrirtækið eingöngu að vinna gegn 3-5% af hatursumræðu og aðeins 0,6% af ofbeldi og hvatningu, þrátt fyrir að vera best í því á heimsvísu.

Enn fremur segir hún sannanir fyrir því að hatursorðræða, pólitísk sundurlyndis umræða og rangar upplýsingar sem komi fram á Facebook, séu að hafa niðurrífandi áhrif á samfélög útum allan heim. Sem dæmi nefnir hún hvernig herinn í Myanmar hafði notað miðilinn 2018 til að ýta undir þjóðarmorð.

Facebook hefur komist að því hvernig neikvæðar upplýsingar og upplýsingar sem stía fólki í sundur virðast meira aðlaðandi fyrir notendur og fá þá til að koma aftur á miðilinn frekar en jákvæðar og uppbyggilegar upplýsingar. Kalla í raun fram það versta í fólki og ýta þannig undir öfgafyllri afstöðu samfélaga.

Þetta snýst mikið til um hvernig algorithminn hjá þeim er stilltur hverju sinni. Notuðu t.a.m þessar stillingar á algorithmanum í Trump / Biden kosningunum, sem hún telur í raun svik við lýðræðið.

Einnig er fjallað um hvernig Instagram, sem er í eigu Facebook, sé sérsaklega að hafa neikvæð áhrif á táningsstúlkur og valdi í raun skaðlegum áhrifum. Frances mun vitna fyrir bandaríkja þingi í vikunni. Hún vonast til að ríkið setji lög á fyrirtækið þar sem það tekur sinn eigin gróða fram yfir öryggi fólks og samfélaga.

Fréttaskýringaþáttin 60 minutes um málið má sjá hér


Image

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.