Bretland: Háskólanemar berjast gegn fjarnámi – „Keep it Real“

frettinErlentLeave a Comment

Svo virðist sem háskólastjórnendur í Bretlandi séu að reyna að knýja fram róttækar breytingar í menntamálum með leynilegum hætti og notfæri sér faraldurinn til að gera fjárnám varanlegt. Fjarnám hefur í dag mjög lítið með lýðheilsu að gera. Nú er þetta orðin tilraun til að framlengja háskólalokunum varanlega, reynsla sem leiddi til einangrunar og óánægju margra háskólanema. 

Nokkrir nemendur hafa tekið upp á því að berjast á móti þessari þróun. Joe Wilthshire, nemandi í King´s College í London ákvað að nú væri nóg komið og fór af stað með Instagram herferð gegn fjarnámi. Hann segir að hefðbundin samskipti við jafnaldra og fyrirlesara sem oft leiða til ævilangra tengsla muni tapast ef þetta haldi svona áfram. Herferðin gengur undir nafninu "Keep it real" og hefur hlotið mikinn stuðning meðal nemenda auk nemendaráðs háskólans.


Víða í Bretlandi hafa svipaðar hreyfingar undir forystu nemenda sprottið upp. Við háskólann í Manchester söfnuðust yfir 8.000 undirskriftir í ágúst sl. gegn fjarnámi. Við háskólann í Warwick hafa næstum 2.000 nemendur skrifað undir áskorun þar sem þess er krafist að tekin verð upp hefðbundin kennsla á ný.

Tekið er fram að einhverjir nemendur kunni vel við fjarnám en að þeir séu í miklum minnihluta og eins að nemendur hafi aldrei verið hafðir með í ráðum varðandi þessa þróun yfir í fjarnám sem eins og áður segir virðist lítið hafa að gera með lýðheilsu.

Fleiri og fleiri nemendur lýsa nú óánægju sinni með þróunina. Hefðbundin kennsla, þar sem nemendur mæta í skólann hefur verið einkenni menntunar King´s College. „Þeir geta bara ekki snúið baki við henni án nokkurs samráðs við nemendur," segir Wilthshire sem mætti þrisvar í skólann á sínu fyrsta námsári.

Nánar má lesa um málið hér

Skildu eftir skilaboð