Sigmundur segir að ,,snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi markvisst unnið gegn Miðflokknum

frettinInnlendarLeave a Comment

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hissa á vistaskiptum Birgis Þórarinssonar og að þingmaður ákveði að skipta um þingflokk áður en þing er sett og heldur að það hafi aldei gerst áður.

Birgir hafi verið nýbúinn að fara í gegnum kosningarbaráttu þar sem fjöldi fólks lagði á sig mikla vinnu, tók sér jafnvel frí frá vinnu og fór í ferðalög til að leggja sitt að mörkum til að koma þingmanninum inn á þing fyrir Miðflokkinn, ljóst sé að ákvörðun Birgis eru svik við það fólk.

Sigmundur segir að sjálfstæðismenn hafi leikið lykilhlutverk í misheppnuðu ráðabruggi.

„Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu.

Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks.

„Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu Visis.


Skildu eftir skilaboð