Delta afbrigðið veldur ekki meiri veikindum meðal barna

frettinErlentLeave a Comment

Delta afbrigðið virðist ekki valda alvarlegri veikindum hjá börnum en fyrri afbrigði samkvæmt breskri rannsókn.

Vísindamenn báru saman tvo hópa barna á skólaaldri, 694
sem sýktust af Alpha afbrigðinu frá lok desember 2020 til byrjun maí 2021 og 706 börn sem sýktust af Delta á frá lok maí mánaðar til byrjun júlí.

Eins og tilkynnt var á fimmtudag á medRxiv fyrir ritrýningu voru börn sem smituð voru af Delta með aðeins meiri einkenni sjúkdómsins. Í báðum hópunum voru þó mjög fá börn sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og langtímaveikindi voru sjaldgæf. Í hvorum hópum fyrir sig var um helmingur barnanna ekki lengur veikur en í fimm daga. Vísindamenn skorti upplýsingar um möguleg áhrif á niðurstöðurnar, svo sem lokunaraðgerðir og árstíðir.

„Gögn okkar benda til þess að klínísk einkenni COVID-19 vegna
Delta afbrigðisins hjá börnum eru í meginatriðum svipuð og vegna annarra afbrigði," ályktuðu vísindamennirnir. Niðurstöðurnar virðast vera í samræmi við gögn sem Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur birt.

„Þrátt fyrir að við séum að sjá fleiri tilfelli hjá börnum, sýna þessar rannsóknir að ekki var um alvarlegri sjúkdómseinkenni hjá börnum að ræða."

Á Íslandi var ekkert barn eða ungmenni lagt inn á sjúkrahús vegna Covid fyrr en eftir að bólusetningar hófust. Fyrsta barnið sem þurfti að leggjast inn var 14 ára drengur sem hafði nýlega verið bólusettur og fengið blóðtappa í bæði lungun. Sóttvarnarlæknir Íslands skrifar blóðtappann á Covid sýkingu en ekki kemur fram á síðu landlæknis að blóðtappar séu eitt af alvarlegri einkennum Covid. Aftur á móti er löngu komið fram að blóðtappar séu fylgikvillar Covid bóluefnanna.

Reuters sagði frá fréttum af rannsókninni.

Skildu eftir skilaboð