Grímuskylda hættir í flugi innan Skandinavíu

frettinErlentLeave a Comment

Flugfélagið Norwegian hefur tilkynnt að ferðamönnum innanlands og í flugi milli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur verði ekki lengur gert að bera andlitsgrímur en skýrslur benda til þess að önnur flugfélög á svæðinu ætli að fylgja í kjölfarið.

Viðhorf Norðmanna hefur verið að viðhalda grímukröfunni í eins stuttan tíma og mögulegt er en þeir sem vilja enn nota andlitsgrímur er auðvitað velkomnið að gera það.

Farþegum verður enn gert að bera grímur í flugi til annarra Evrópulanda, segir í tilkynningu félagsins.

Upplýsingafulltrúi segir að allt bendi til þess að fjöldi annarra flugfélaga á svæðinu hafi ákveðið að slaka á grímuskyldu  eftir fund flugrekenda fyrr í dag.

Grímuskylda hjá Norwegian hefur verið í gildi frá 17. júní 2020, en núverandi ástand hvað varðar smit og veikindi vegna Covid-19 í Skandinavíu og losun hafta víða í samfélaginu hefur orðið til þess að flugfélagið ákvað að gera þessa breytingu.

Flightglobal greindi frá.

Skildu eftir skilaboð