Öldungadeild franska þingsins hafnar bólusetningarskyldu

frettinInnlendarLeave a Comment

Bólusetning við COVID-19 verður ekki skylda í Frakklandi.

Öldungadeild franska þingsins hafnaði í gær, 13. október, með miklum meirihluta, frumvarpinu sem sósíalistar lögðu fram í lok ágúst. 262 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði á móti frumvarpinu en 64 með og 14 sátu hjá. Þeir þingmenn sem greiddu með skyldunni eru allir úr sósíalistaflokknum, að undanskildum þremur. 

Adrian Taquet, barna-og fjölskylduráðherra landsins, lýsti einnig fyrir andstöðu sinni: „Við viljum frekar sannfæra en að þvinga." Bólusetningarhlutfall í Frakklandi hefur hækkað undanfarið og eru fullbólusettir nú um 67%. Fleiri létu bólusetja sig eftir að græni passinn svokallaði tók gildi. Ef þörf krefur verður passinn í gildi til 31. júlí 2022.

Sósíalistar vilja ná til óbólusettra sem ekki eru endilega á móti bólusetningum heldur hugsanlega staddir annars staðar.  Þingmaðurinn Nadia Sollogoup sagði að 15% í hópnum 80 ára og eldri séu enn óbólusett samanborið við Spán, Danmörku og Írland þar sem 100% þessa aldurshóps er bólusettur.

Bólusetning verður þó ekki skylda í landinu eins og boðað hafði verið. til dæmis fyrir hjúkrunarfræðinga og fleiri starfsstéttir. Um 3000 óbólusettum heilbrigðisstarfsmönnum var sagt upp í september.

Frakkar hafa mótmælt „græna passanum" og bólusetningarskyldu um hverja einustu helgi í margar vikur, eða frá því að þessi áform voru kynnt.


Image

Skildu eftir skilaboð