Mesta verðbólga í Bandaríkjunum í 13 ár

frettinErlentLeave a Comment

Viðsnúningur bandaríska hagkerfisins eftir heimsfaraldrinum hefur leitt til mestu verðbólgu í næstum 13 ár. Neysluverð hækkaði í maí um 5% frá því á síðasta ári.

Vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna segir hækkun vísitölu neysluverðs í síðasta mánuði hafa verið þá mestu frá því í ágúst 2008, þegar neysluverðsvísitalan hækkaði um 5,4%. Kjarnavísitalan sem undanskilur matvæli, olíu, bensín og rafmagn, hækkaði um 3,8% í maí frá fyrra, en það er mesta hækkun á vísitölunni frá því í júní 1992.

Neytendur í Bandaríkjunum finna fyrir verðhækkununum, sérstaklega á bifreiðum. Vísitalan fyrir húsgögn, flugfargjöld og fatnað hækkaði sömuleiðis mikið í maí.

Wall Street Journal segir frá.

Image

Skildu eftir skilaboð