Vísindamenn í Bandaríkjunum fóru fram á lögbann við skyldubólusetningu

frettinErlent

Tugir vísindamanna og annarra starfsmanna við rannsóknarsetrið Los Alamos National Laboratory í New Mexico ríki fóru fram á lögbann við COVID-19 skyldubólusetningu en kröfunni var hafnað af dómara í ríkinu sl. föstudag. Þar með eiga starfsmennirnir á hættu á að vera reknir úr starfi, fari þeir ekki í bólusetningu áður en frestur til þess rennur út.

Fleiri en 100 vísindamenn, kjarnorkuverkfræðingar, rannsóknartæknimenn, hönnuðir, verkefnastjórar og aðrir starfsmenn létu reyna á lögbannið fyrir dómstólum. Nokkrir starfsmannanna eru öryggissérfræðingar með aðgang að öryggismálum, stjórna aðgerðum í varnarmálum landsins, endurbótum á innviðum og rannsóknum á COVID-19.

Í lögbannsbeiðninni halda starfsmennirnir því fram að skyldan brjóti gegn stjórnarskrárbundnum rétti þeirra og skapi fjandsamlegan vinnustað.

Þess má geta að rannsóknarsetrið er fæðingarstaður kjarnorkusprengjunnar og athygli vekur að þarna eru vísindamenn sem ekki virðast treysta vísindunum.

Heimild.