Samstöðuleikur hjá knattspyrnufélaginu Elliða vegna fráfalls eiginkonu formannsins

frettinInnlendarLeave a Comment

Knattspyrnufélagið Elliði stendur fyrir samstöðuleik laugardaginn 17. september vegna skyndilegas fráfalls eiginkonu formanns félagsins, Guðmundar M. Sigurbjörnssonar. Saman áttu þau tveggja ára dóttur og hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir feðginin. Þetta kemur fram í viðburði sem hefur verið stofnaður í tengslum við leikinn á samfélagsmiðlum þar sem segir:

Fyrr í september átti sá sorglegi atburður sér stað að Helga, eiginkona Gumma, formanns Elliða, varð bráðkvödd. Þau eiga saman tveggja ára dóttur. Gummi er ekki aðeins andlit Elliða heldur einnig hjarta félagsins—hann hefur haldið utan um allt sem viðkemur knattspyrnu- og rekstrarlegri hlið klúbbsins í áraraðir ásamt því að eiga fjölmarga leiki fyrir liðið og hafa verið fyrirliði þess. Gummi hefur reynst öllum sem komist hafa í snertingu við klúbbinn einstaklega vel og því viljum við etja til samstöðuleiks næstkomandi laugardag til þess að sýna samhygð og hlýhug með formanni okkar og vini á þessum erfiðu tímum. Elliði leikur lokaleik sinn í 3. deild þetta tímabilið gegn KFG frá Garðabæ. Á vellinum verða seldir hamborgarar ásamt sælgæti, kaffi, gosi og öðrum köldum veigum. Allur ágóði af miða- og veitingasölu mun renna í styrktarsjóð til Gumma og dóttur hans. Miðaverð á leikinn verða 2.000 kr. en öll framlög umfram það eru virkilega vel þegin. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn en vilja sýna samstöðu er hægt að millifæra upphæð að eigin vali á styrktarreikninginn: Rknr: 511-14-23862 Kt: 050898-3429.

Skildu eftir skilaboð