Þingkona Bandaríkjanna vill rannsókn á dauðsföllum ungs fólks

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Þingkona Bandaríkjanna, Marjorie Taylor Greene (R-GA), kallar eftir tafarlausri rannsókn á aukningu skyndilegra dauðsfalla um allan heim.

„Hvað í fjandanum er í gangi?“ spyr Greene á Twitter og vísaði í  frétt af skyndilegu andláti 21 árs gamals flughermanns, Hunter Brown.

„Hversu margt fleira ungt fólk á eftir að deyja“? skrifaði hún í færslu á Twitter sem fylgir hér neðar.

Stjórnmálamenn annarra landa hafa sömuleiðis vakið athygli á miklum dauðsföllum. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen var í vikunni rekinn tímabundið úr Íhaldsflokknum fyrir að líkja Covid „bóluefnum,“ sem hann hlaut sjálfur skaða af, við helförina.

Þá hélt ástralski þingmaðurinn, Alex Antic, ræðu í þinginu í síðasta mánuði. Hann hafði fengið aðgang að gögnum með vísan til upplýsingalaga sem sýndu að fjöldi hjartatengdra tilfella á sjúkrahúsum í Suður-Ástralíu meðal 15-44 ára hafi nánast tvöfaldast eftir að Covid „bólusetningar“ hófust.

Á Íslandi eru umframdauðsföll á árinu 2022 um 20% en engir þingmenn hafa tekið málið upp. Sömu sögu er að segja frá Færeyjum.

Skildu eftir skilaboð