Ísraelar undirbúa sig fyrir fjórða bóluefnaskammtinn

frettinErlent2 Comments

Ísrael, ríkið sem gerði samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að taka þátt í tilraunum með bóluefni við COVID-19, er komið lengst á leið í bólusetningum. Heilbrigðisráðherra Ísrael sagði í apríl að Ísraelar væru á leið út úr kórónuveirunni, þökk sé bóluefnunum. Þriðji skammtur er langt á veg kominn í Ísrael og byrjað er að undirbúa þann fjórða. Þrátt fyrir þessar miklu bólusetningar hafa kórónuveirusmit aldrei verið fleiri Í landinu.

Einnig vekur athygli að þeir sem hafa fengið tvær sprautur teljast margir hverjir nú óbólusettir og því þarf þriðja skammtinn til að endurnýja bóluefnavegabréfið. Reikna má þá með að það sama muni gilda um fjórða skammtinn o.s.frv. Mikið hefur verið um veikindi og andlát í Ísrael á meðal fullbólusettra og vekur því furðu að þessu eigi að viðhalda og gefa fólki fleiri sprautur.

Þrátt fyrir eitt hæsta bólusetningarhlutfall í heimi virðast dauðsföll af Covid vera á uppleið skv. þessu tölum.

Hér að neðan má sjá línurit um fjölda smita fyrir og eftir bólusetningu.

Image

2 Comments on “Ísraelar undirbúa sig fyrir fjórða bóluefnaskammtinn”

  1. Ég var að spjalla við vinkonu mína sem er gift Ísraela. Hún er sannfærð um það að smit þar séu nánast engin þökk sé bólusetningum.
    Fólk lifir milli veruleika og vitfirringar.

Skildu eftir skilaboð