Hallgrímskirkja kennd við Hallgrím Helgason af leiðsögumanni

frettinInnlendarLeave a Comment

Netverji nokkur vakti athygli á því að hún hafi á dögunum verið að rölta fram hjá Austurvelli og hafi þá heyrt leiðsögumann kenna ferðamönnum um sögu Hallgrímskirkju. Leiðsögumaðurinn hélt því fram við ferðamennina að Hallgrímskirkja sé kennd við Hallgrím Helgason rithöfund, hann hafi leitt okkur til sjálfstæðis en hann hafi látist 2 árum áður en það varð að raunveruleika. Þetta eru afar óheppileg mistök hjá leiðsögumanninum og spyr konan sig réttilega ,,Hvar brást menntakerfið?"

En eins og flestir vita þá er Hallgrímskirkja kennd við Hallgrím Pétursson heitinn sálmaskáld, en nafni hans Hallgrímur Helgason er enþá sprellilifandi og í fullu fjöri.

Hallgrímur Helgason rithöfundur er því líklegast orðin heimfræg persóna einhvers staðar erlendis og kannski sumir séu búnir að prenta mynd af honum og stilla upp í stofu hjá sér til sælla minninga um íslandsferðina.

Þá verður að spyrjast á hvaða vegferð leiðsögufyrirtæki eru ef þetta er afraksturinn, eru leiðsögumennirnir ekki að fá almennilega fræðslu um hvern og einn áfangastað eða er þeim leyft að halda uppi getgátum um staði sem þeir eru að kynna fyrir ferðmönnum? Þetta er spurning sem einhverjir spyrja sig núna, en samt sem áður skopleg mistök sem vonandi eru ekki algeng og verður að segjast fremur vandræðalegt fyrir leiðsögumanninn, en ekki kemur fram fyrir hvaða fyrirtæki hann starfar.

Brjóstmynd af Hallgrími Péturssyni.

Hallgrímur Pétursson (161427. október 1674) var prestur og mesta sálmaskáld Íslendinga. Ævi hans var að mörgu leyti óvenjuleg en þekktastur er hann í dag fyrir Passíusálmana sína sem voru fyrst gefnir út á prenti árið 1666. Hann var af góðum ættum en bjó lengst af við fátækt. Hann naut mikils stuðnings Brynjólfs Sveinssonar biskups og fékk prestsvígslu frá honum þrátt fyrir að Hallgrímur lyki aldrei formlega prófi. Hallgrímskirkja í Reykjavík og Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd eru nefndar eftir honum.



Image
Hallgrímur Helgason

Image

Skildu eftir skilaboð