Fjölmenn mótmæli í Sviss – hópur manna bar ok á herðum sér

frettinErlent

Fjölmenn mótmæli fóru fram á Münsterplatz torginu í höfuðborg Sviss í gær þar sem Svisslendingar mótmæltu bólusetningarskilríkjum, mismunun og eftirliti með borgurunum.

Bólusetningaskilríki eða „græni passinn" eins og hann hefur verið nefndur tók gildi í Sviss í september sl. og honum þarf að framvísa til að komast inn á ýmsa innanhúsviðburði. Passar frá löndum utan ESB eru þó ekki teknir gildir, þar á meðal frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada.

Flestir háskólar í Sviss hafa einnig krafist þess að nemendur sem vilja mæta í skólann verði að vera bólusettir, með mótefni eftir sýkingu eða neikvæð PCR próf. Hinir verða að að stunda námið fjarri skólanum.

Hér neðar má sjá upptöku af mótmælunum og  auglýsingu fyrir viðburðinn. Þetta myndband sýnir fjölda karlmanna bera ok á herðum sér og sagt tákna löngun yfirstéttarinnar til að fara með vinnufólk eins og búfé sem það getur gefið hvaða lyf sem er.



Image